Tillögur starfshóps um nýtingu vindorku - samráð

Málsnúmer 2022080951

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3779. fundur - 01.09.2022

Erindi dagsett 23. ágúst 2022 frá Hafsteini S. Hafsteinssyni f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þar sem tilkynnt er um skipun nýs starfshóps til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Samráðsferli er hafið og er sveitarfélögum boðið að senda sjónarmið sín um málefnið til starfshópsins á netfangið vindorka@urn.is fyrir 30. september næstkomandi.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs og felur ráðunum að koma með tillögu að umsögn fyrir bæjarráð, fyrir fund bæjarráðs 29. september 2022.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. september 2022:

Erindi dagsett 23. ágúst 2022 frá Hafsteini S. Hafsteinssyni f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þar sem tilkynnt er um skipun nýs starfshóps til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Samráðsferli er hafið og er sveitarfélögum boðið að senda sjónarmið sín um málefnið til starfshópsins á netfangið vindorka@urn.is fyrir 30. september næstkomandi.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs og felur ráðunum að koma með tillögu að umsögn fyrir bæjarráð, fyrir fund bæjarráðs 29. september 2022.
Skipulagsráð telur brýnt að við mótun stefnu um nýtingu vindorku verði lögð áhersla á lágmörkun umhverfisáhrifa og að auðlindagjald verði lagt á slíka nýtingu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 124. fundur - 20.09.2022

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. september 2022:

Erindi dagsett 23. ágúst 2022 frá Hafsteini S. Hafsteinssyni f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þar sem tilkynnt er um skipun nýs starfshóps til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Samráðsferli er hafið og er sveitarfélögum boðið að senda sjónarmið sín um málefnið til starfshópsins á netfangið vindorka@urn.is fyrir 30. september næstkomandi. Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs og felur ráðunum að koma með tillögu að umsögn fyrir bæjarráð, fyrir fund bæjarráðs 29. september 2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur formanni að senda ábendingar ráðsins til bæjarráðs.