Glerárgata 7 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018090257

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Erindi dagsett 15. september 2018 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Norðureignar ehf., kt. 461195-2029, óskar eftir viðræðum um mögulegar breytingar á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 7 við Glerárgötu. Er óskað eftir að hámarkshæð verði 18 m í stað 16,2 m, að bílakjallari verði 880 fm í stað 800 fm, að gert verði ráð fyrir vasa fyrir rútur meðfram Glerárgötu, að byggingarreitur færist til og breytist í lögun og að krafa um bílastæði innan lóðar verði lækkuð.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Lagt fram erindi Valþórs Brynjarssonar dagsett 22. janúar 2019, fyrir hönd Norðureigna ehf., kt. 461195-2029, þar sem óskað er eftir að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 7. Er óskað eftir:

1) að hámarkshæð fari úr 16,2 m í 18 m.

2) að hámarksstærð bílakjallara verði 905 m² í stað 800 m².

3) að nýtingarhlutfall verði 2,710 í stað 2,600.

4) að B lokun rýma teljist ekki til nýtingarhlutfalls.

5) að byggingarreitir A og B stækki.

6) að ákvæði um fjölda bílastæða verði breytt.

7) að heimilt verði að rífa núverandi mannvirki á lóðinni.

Á fundinn komu Ingólfur Freyr Guðmundsson og Valþór Brynjarsson frá Kollgátu og kynntu erindið.
Skipulagsráð þakkar Ingólfi Frey og Valþóri fyrir kynninguna.

Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi erindi en samþykkir ekki að gerð verði breyting í samræmi við lið 4 og 6. Afgreiðslu frestað þar til lagfærð gögn liggja fyrir.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Erindi dagsett 24. ágúst 2022 þar sem Davíð Torfi Ólafsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir fyrir hönd Norðureigna sækja um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 7 við Glerárgötu. Breytingin felst í hækkun á leyfilegri hámarkshæð húss úr fimm hæðum í sex, aukningu á leyfilegu byggingarmagni í bílakjallara og nýtingarhlutfalli lóðar ásamt stækkun byggingarreits. Meðfylgjandi er uppdráttur.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 30. janúar 2019.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsráðs að ræða við umsækjanda um framhald málsins. Jafnframt er óskað eftir að umsækjandi leggi fram ítarlegri gögn, s.s. skuggavarpsmyndir.

Skipulagsráð - 388. fundur - 28.09.2022

Ingólfur Freyr Guðmundsson hjá Kollgátu ehf. arkitektastofu kynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 7. Í breytingunni felst eftirfarandi:

1. Hámarks þakhæð fer úr 16,2 m í 21,5 m og hámarksfjöldi hæða verður 6 í stað 5 og verður efsta hæðin inndregin.

2. Byggingarmagn bílakjallara verður 905 m² í stað 800 m².

3. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 2,6 í 3,55.

4. Byggingarreitir hótels og bílakjallara stækka.

Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna. Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar vegna áforma um hótelbyggingu á lóð Glerárgötu 7.

Breytingin felur m.a. í sér eftirfarandi:

- Hámarksfjöldi hæða verði 5-6 með 5. og 6. hæðirnar inndregnar.

- Meðfram Glerárgötu verði heimilt að reisa fimm hæða hús með grunnflöt fimmtu hæðar að hámarki 75% af grunnfleti fjórðu hæðar. Hámarkshæð fimm hæða byggingar verði 18,2 m frá gólfkóta 1. hæðar.

- Meðfram Gránufélagsgötu verði heimilt að reisa sex hæða hús með grunnflöt fimmtu og sjöttu hæðar að hámarki 75% af grunnfleti fjórðu hæðar. Efstu tvær hæðirnar verði inndregnar frá Gránufélagsgötu og Geislagötu og hámarkshæð hússins verði 21,2 m.

- Gert er ráð fyrir allt að 1.200 m² bílakjallara með allt að 38 bílastæði. Hámarkshæð bílakjallara er 3,53 m.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma um byggingu hótels á lóð nr. 7 við Glerárgötu lauk þann 5. febrúar sl.

Ein ábending barst ásamt umsögnum frá Norðurorku og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3525. fundur - 07.03.2023

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 1. mars 2023:

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma um byggingu hótels á lóð nr. 7 við Glerárgötu lauk þann 5. febrúar sl. Ein ábending barst ásamt umsögnum frá Norðurorku og Vegagerðinni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 7 lauk þann 14. maí sl.

Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna frá Vegagerðinni og Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma á lóð Glerárgötu 7.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að svörum við efni athugasemda og leggja fyrir fund bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3530. fundur - 06.06.2023

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. maí 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 7 lauk þann 14. maí sl. Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna frá Vegagerðinni og Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma á lóð Glerárgötu 7. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að svörum við efni athugasemda og leggja fyrir fund bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma á lóð Glerárgötu 7. Þá samþykkir bæjarstjórn einnig framlögð drög skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda. Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna.