Hafnarstræti 16 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021041151

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 357. fundur - 28.04.2021

Lagt fram erindi Guðrúnar Ó. Sigurðardóttur dagsett 21. apríl 2021, fyrir hönd velferðarsviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 16. Vilji er til að breyta núverandi búsetukjarna í fjórar íbúðir og byggja síðan tvær til viðbótar í viðbyggingu til suðurs. Felur það í sér að stækka þarf lóðina og breyta skilmálum.
Stækkun lóðarinnar felur í sér að breyta þarf aðalskipulagi og stækka núverandi íbúðarsvæði á kostnað opins svæðis og leiksvæðis. Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna lýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010 sem felur í sér stækkun íbúðarsvæðis í samræmi við umsókn.

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Lögð fram að lokinni kynningu skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Hafnarstrætis 16. Athugasemdafrestur rann út 27. október. Fjórar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku og Skipulagsstofnun.

Afgreiðslu málsins er frestað.


Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna.

Tillagan var kynnt samhliða kynningu á breytingu á deiliskipulagi Innbæjar. Ellefu athugasemdir bárust við sameiginlega kynningu og eru þær lagðar fram undir fundarlið nr. 6 ásamt umsögnum frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu deiliskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

Bæjarstjórn - 3515. fundur - 20.09.2022

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna. Tillagan var kynnt samhliða kynningu á breytingu á deiliskipulagi Innbæjar. Ellefu athugasemdir bárust við sameiginlega kynningu og eru þær lagðar fram undir fundarlið nr. 6 ásamt umsögnum frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu deiliskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Í umræðum tók til máls Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi miðbæjar verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu deiliskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna stækkunar á lóð fyrir íbúðakjarna við Hafnarstræti 16 lauk þann 28. nóvember sl. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar.

Sex athugasemdir bárust við auglýstar tillögur auk undirskriftarlista með undirskriftum 137 einstaklinga og eru þessi gögn lögð fram undir fundarlið nr. 4 ásamt umsögn velferðarsviðs Akureyrarbæjar og drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna stækkunar á lóð fyrir íbúðakjarna við Hafnarstræti 16 lauk þann 28. nóvember sl. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar.

Sex athugasemdir bárust við auglýstar tillögur auk undirskriftarlista með undirskriftum 137 einstaklinga og eru þessi gögn lögð fram undir fundarlið nr. 4 ásamt umsögn velferðarsviðs Akureyrarbæjar og drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að svörum við efni athugasemda.