Síðuhverfi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við rammaskipulag fyrir íbúðasvæði ÍB23 á grundvelli tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við rammaskipulag svæðisins og felur sviðsstjóra að undirbúa þá vinnu.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Hafin er vinna við rammaskipulag fyrir íbúðasvæði ÍB23 á grundvelli tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Ómar Ívarsson hjá Landslagi kom á fundinn og kynnti fyrstu drög.
Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 299. fundur - 12.09.2018

Lagt fram til kynningar minnisblað Landslags dagsett 10. ágúst 2018 um vinnu við rammaskipulag fyrir nýtt íbúðarsvæði norðan og vestan Síðuhverfis, svæði merkt sem ÍB23 í nýsamþykktu aðalskipulagi.
Skipulagsráð tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson B-lista, Arnfríði Kjartansdóttur V-lista og Þórhall Jónsson D-lista í vinnuhóp vegna rammaskipulagsins.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Ómar Ívarsson hjá Landslagi kynnti vinnu við gerð rammaskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB23. Anna Margrét Sigurðardóttir frá Landslagi sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Lögð fram að nýju drög að rammaskipulagi fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Skipulagsráð tilnefnir Þórhall Jónsson D-lista, Arnfríði Kjartansdóttur V-lista og Orra Kristjánsson S-lista í vinnuhóp við gerð rammaskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar og í kjölfarið gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild eða hluta. Skipulagsráð samþykkir jafnframt erindisbréf fyrir vinnuhópinn.