Síðuhverfi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við rammaskipulag fyrir íbúðasvæði ÍB23 á grundvelli tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við rammaskipulag svæðisins og felur sviðsstjóra að undirbúa þá vinnu.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Hafin er vinna við rammaskipulag fyrir íbúðasvæði ÍB23 á grundvelli tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Ómar Ívarsson hjá Landslagi kom á fundinn og kynnti fyrstu drög.
Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 299. fundur - 12.09.2018

Lagt fram til kynningar minnisblað Landslags dagsett 10. ágúst 2018 um vinnu við rammaskipulag fyrir nýtt íbúðarsvæði norðan og vestan Síðuhverfis, svæði merkt sem ÍB23 í nýsamþykktu aðalskipulagi.
Skipulagsráð tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson B-lista, Arnfríði Kjartansdóttur V-lista og Þórhall Jónsson D-lista í vinnuhóp vegna rammaskipulagsins.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Ómar Ívarsson hjá Landslagi kynnti vinnu við gerð rammaskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB23. Anna Margrét Sigurðardóttir frá Landslagi sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Lögð fram að nýju drög að rammaskipulagi fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Skipulagsráð tilnefnir Þórhall Jónsson D-lista, Arnfríði Kjartansdóttur V-lista og Orra Kristjánsson S-lista í vinnuhóp við gerð rammaskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar og í kjölfarið gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild eða hluta. Skipulagsráð samþykkir jafnframt erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Á fundi 13. janúar 2021 var skipað í vinnuhóp fyrir gerð ramma- og deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Skipulagsráð samþykkir að skipa Ólöfu Ingu Andrésdóttur L-lista í vinnuhópinn í stað Orra Kristjánssonar S-lista.

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Lögð fram drög að tillögu að lýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 356. fundur - 14.04.2021

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Bæjarstjórn - 3492. fundur - 20.04.2021

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. apríl 2021:

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Auk hans tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum skipulagslýsingu fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar skv. 1. mgr. 30. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna lýsinguna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf. kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.

Anna Margrét Sigurðardóttir hjá Landslagi ehf. sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir kynninguna. Er samþykkt að tillagan verði send til umsagnar annarra sviða Akureyrarbæjar auk Norðurorku ásamt því að vera kynnt fyrir bæjarbúum, verktökum og öðrum uppbyggingaraðilum.

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Lagt fram bréf nafnanefndar frá 11. júní 2021 þar sem lagt er til að nýtt íbúðarsvæði við Kollugerðishaga verði kennt við móa, lón eða flatir og að götur í hverfinu fái samsvarandi endingu.
Skipulagsráð samþykkir að götur í nýju hverfi sem verið er að vinna deiliskipulag fyrir verði kenndar við móa og hverfið fái heitið Móahverfi. Einnig samþykkir ráðið að óska eftir tillögum nemenda í Síðuskóla að heitum gatna á svæðinu sem fái endinguna -mói.

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi Móahverfis.

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Móahverfis sem nær til um 45 ha svæðis suðvestan Borgarbrautar norðan Giljahverfis. Með skipulaginu er markmiðið að leggja grunn að nýju og vönduðu íbúðahverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum, nálægð við útivistarsvæði og góðum tengingum gangandi og hjólandi innan svæðis og við aðliggjandi hverfi. Er gert ráð fyrir að byggðar verði rúmlega eitt þúsund íbúðir á svæðinu.

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl. var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna deiliskipulagsins samþykkt til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.


Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég fer fram á að gerðar verði tengingar milli botnlanga fyrir hjólandi umferð aðskilið frá umferð gangandi vegfarenda. Einnig að það verði gert ráð fyrir aðskilnaði á milli hjólandi og gangandi á meginleiðum út úr hverfinu.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 10:00.

Bæjarstjórn - 3507. fundur - 01.03.2022

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Móahverfis sem nær til um 45 ha svæðis suðvestan Borgarbrautar norðan Giljahverfis. Með skipulaginu er markmiðið að leggja grunn að nýju og vönduðu íbúðahverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum, nálægð við útivistarsvæði og góðum tengingum gangandi og hjólandi innan svæðis og við aðliggjandi hverfi. Er gert ráð fyrir að byggðar verði rúmlega eitt þúsund íbúðir á svæðinu.

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl. var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna deiliskipulagsins samþykkt til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég fer fram á að gerðar verði tengingar milli botnlanga fyrir hjólandi umferð aðskilið frá umferð gangandi vegfarenda. Einnig að það verði gert ráð fyrir aðskilnaði á milli hjólandi og gangandi á meginleiðum út úr hverfinu.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tóku til máls Hildu Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi Móahverfis og að hún verði auglýst skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Ottó Elíasson formaður fagráðs SSNE í umhverfismálum sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti möguleika á að koma upp svartvatnskerfi í nýju íbúðarsvæði, Móahverfi.

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Fyrir liggja tvær tillögur frá nemendum í Síðuskóla að götuheitum í Móahverfi.
Skipulagsráð lýsir yfir ánægju sinni með framkomnar tillögur og þakkar nemendum Síðuskóla fyrir metnaðarfullt framlag. Ráðið vísar tillögunum til nafnanefndar til umsagnar.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Móahverfi sem auglýst var samhliða breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar. Auglýsingu lauk þann 26. apríl sl. Fjórar athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Hörgársveit.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að forhönnun helstu gatna innan skipulagssvæðisins og er meðfylgjandi minnisblað þar sem tilgreindar eru nokkrar breytingar sem mælt er með að verði gerðar á deiliskipulaginu. Þá eru meðfylgjandi þrjár útfærslur af deiliskipulagsuppdrætti sem sýna umræddar breytingar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Móahverfis með breytingum sem tilgreindar eru í meðfylgjandi minnisblaði. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum sem lögð verður fram við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3511. fundur - 10.05.2022

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Móahverfi sem auglýst var samhliða breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar. Auglýsingu lauk þann 26. apríl sl. Fjórar athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Hörgársveit.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að forhönnun helstu gatna innan skipulagssvæðisins og er meðfylgjandi minnisblað þar sem tilgreindar eru nokkrar breytingar sem mælt er með að verði gerðar á deiliskipulaginu. Þá eru meðfylgjandi þrjár útfærslur af deiliskipulagsuppdrætti sem sýna umræddar breytingar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Móahverfis með breytingum sem tilgreindar eru í meðfylgjandi minnisblaði. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum sem lögð verður fram við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.

Þórhallur Jónsson kynnti tillöguna. Auk þess tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hlynur Jóhannsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi Móahverfis.

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Lögð fram umsögn nafnanefndar um tillögur nemenda í Síðuskóla að götuheitum í Móahverfi.

Jón Hjaltason F-lista upplýsti skipulagsráð um setu sína í nafnanefnd áður en þessi dagskrárliður var tekinn til afgreiðslu.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að eftirtalin heiti verði notuð á götur í Móahverfi:

- Bergmói

- Berjamói

- Blómamói

- Daggarmói

- Fjólumói

- Gullmói

- Hagamói

- Heiðarmói

- Hlíðarmói

- Hrísmói

- Kjarrmói

- Langimói

- Lautarmói

- Ljósimói

- Lyngmói

- Lækjarmói

- Mýrarmói

- Strýtumói

- Sunnumói

- Súlumói

- Störnumói

- Silfurmói


Jón Hjaltason F-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Lagðar fram tillögur Landslags ehf. að niðurröðun götuheita í Móahverfi.
Skipulagsráð samþykkir að niðurröðun götuheita í Móahverfi verði samkvæmt tillögu 1.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.