Síðuhverfi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við rammaskipulag fyrir íbúðasvæði ÍB23 á grundvelli tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við rammaskipulag svæðisins og felur sviðsstjóra að undirbúa þá vinnu.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Hafin er vinna við rammaskipulag fyrir íbúðasvæði ÍB23 á grundvelli tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Ómar Ívarsson hjá Landslagi kom á fundinn og kynnti fyrstu drög.
Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 299. fundur - 12.09.2018

Lagt fram til kynningar minnisblað Landslags dagsett 10. ágúst 2018 um vinnu við rammaskipulag fyrir nýtt íbúðarsvæði norðan og vestan Síðuhverfis, svæði merkt sem ÍB23 í nýsamþykktu aðalskipulagi.
Skipulagsráð tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson B-lista, Arnfríði Kjartansdóttur V-lista og Þórhall Jónsson D-lista í vinnuhóp vegna rammaskipulagsins.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Ómar Ívarsson hjá Landslagi kynnti vinnu við gerð rammaskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB23. Anna Margrét Sigurðardóttir frá Landslagi sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Lögð fram að nýju drög að rammaskipulagi fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Skipulagsráð tilnefnir Þórhall Jónsson D-lista, Arnfríði Kjartansdóttur V-lista og Orra Kristjánsson S-lista í vinnuhóp við gerð rammaskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar og í kjölfarið gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild eða hluta. Skipulagsráð samþykkir jafnframt erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Á fundi 13. janúar 2021 var skipað í vinnuhóp fyrir gerð ramma- og deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Skipulagsráð samþykkir að skipa Ólöfu Ingu Andrésdóttur L-lista í vinnuhópinn í stað Orra Kristjánssonar S-lista.

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Lögð fram drög að tillögu að lýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 356. fundur - 14.04.2021

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Bæjarstjórn - 3492. fundur - 20.04.2021

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. apríl 2021:

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Auk hans tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum skipulagslýsingu fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar skv. 1. mgr. 30. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna lýsinguna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf. kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.

Anna Margrét Sigurðardóttir hjá Landslagi ehf. sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir kynninguna. Er samþykkt að tillagan verði send til umsagnar annarra sviða Akureyrarbæjar auk Norðurorku ásamt því að vera kynnt fyrir bæjarbúum, verktökum og öðrum uppbyggingaraðilum.