Hrísey - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2021030891

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Í mars árið 2019 samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum á lóðum í Hrísey og Grímsey til ársloka 2021. Fyrir liggur að hverfisráð Hríseyjar hefur óskað eftir að gatnagerðargjald verði fellt niður í stað afsláttar til hvatningar hugsanlegum lóðakaupendum og til að bæta samkeppnisstöðu Hríseyjar gagnvart nærliggjandi byggðakjörnum þar sem þessi gjöld hafa verið felld niður við þegar tilbúnar götur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að 75% afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum í Hrísey til ársloka 2024.

Bæjarráð - 3781. fundur - 22.09.2022

Liður 19 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:

Í mars árið 2019 samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum á lóðum í Hrísey og Grímsey til ársloka 2021. Fyrir liggur að hverfisráð Hríseyjar hefur óskað eftir að gatnagerðargjald verði fellt niður í stað afsláttar til hvatningar hugsanlegum lóðakaupendum og til að bæta samkeppnisstöðu Hríseyjar gagnvart nærliggjandi byggðakjörnum þar sem þessi gjöld hafa verið felld niður við þegar tilbúnar götur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að 75% afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum í Hrísey til ársloka 2024.
Bæjarráð samþykkir að 75% afsláttur verði veittur af gatnargerðargjöldum í Hrísey til ársloka 2024.