Oddeyrargata 4B - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2022060795

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Erindi dagsett 15. júní 2022 þar sem Einar Ólafur Einarsson óskar eftir stækkun lóðar nr. 4B við Oddeyrargötu. Jafnframt er óskað eftir að staðfangi lóðarinnar verði breytt í Krákustíg nr. 1. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Munkaþverárstrætis nr. 18.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna stækkunar lóðar nr. 4B við Oddeyrargötu lauk þann 9.september sl.

Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda og drögum skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemdar.

Jafnframt var sótt um breytingu á staðfangi lóðarinnar í Krákustíg 1.
Afgreiðslu frestað og formanni og varaformanni skipulagsráðs falið að ræða við bæjarlögmann um næstu skref.

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna stækkunar lóðar nr. 4B við Oddeyrargötu lauk þann 9. september sl. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda og drögum skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemdar. Jafnframt var sótt um breytingu á staðfangi lóðarinnar í Krákustíg 1.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var afgreiðslu þess frestað.
Í ljósi innkominna athugasemda er umsókn um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar til samræmis við erindið hafnað.

Umsókn um breytingu á staðfangi í Krákustíg 1 er samþykkt.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.