Oddeyrarskóli - tillaga að breytingu á skólalóð

Málsnúmer 2021060969

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Erindi dagsett 11. júní 2021 frá Steindóri Ívari Ívarssyni fyrir hönd Akureyrarbæjar, þar sem lagðar eru fram tillögur til breytingar á skólalóð Oddeyrarskóla. Tillögurnar eru eftirfarandi:

1. Að núverandi innkeyrsla og bílastæði skólans verði felld út.

2. Að sleppisvæði og 12 samsíða bílastæðum verði komið fyrir við Víðivelli og skólalóðin minnkuð sem því nemur.

3. Að núverandi upphækkuð gangbraut yfir Víðivelli verði færð til austurs um 6 m til að koma fyrir innkeyrslu inn á parhús við Víðivelli 12.

4. Að sleppisvæði fyrir skólabíl verði komið fyrir við Reynivelli og skólalóð minnkuð sem því nemur.

5. Að útbúin verði ný bílastæði stæði fyrir 11 bíla innan skólalóðar með tveimur tengingum frá Sólvöllum.

6. Að sorpgámasvæði verði komið fyrir innan lóðar norðan við íþróttahúsið, með tengingu við Grenivelli.

Meðfylgjandi er teikning eftir Ágúst Hafsteinsson arkitekt.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillögur að breytingum á lóð Oddeyrarskóla skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum húsa umhverfis lóðina, auk þess að leita eftir umsögn hverfisnefndar Oddeyrar.

Skipulagsráð - 364. fundur - 25.08.2021

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Akureyrarbæjar varðandi breytingar á lóð Oddeyrarskóla og götum og gangstéttum umhverfis lóðina. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir breytingar á lóð Oddeyrarskóla sem og breytingar á gangstéttum og götum umhverfis lóðina.

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 23. júní 2021 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingum á lóð Oddeyrarskóla. Engar athugasemdir bárust við kynninguna.

Nú liggur fyrir endurskoðuð tillaga þar sem gerðar hafa verið nokkrar minniháttar breytingar á útfærslu gatna, gangstíga o.fl.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna endurskoðaða tillögu m.t.t. breytinga á staðsetningu gönguþverunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Víðivalla nr. 8-14.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Grenndarkynningu á tillögu að breytingum á lóð Oddeyrarskóla lauk þann 8. júlí sl.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á lóð Oddeyrarskóla og aðliggjandi götum og stígum skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.