Gránufélagsgata 41A - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2022070490

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi dagsett 15. júlí 2022 þar sem Arnar Yngvason óskar eftir leyfi til að merkja bílastæði fyrir framan hús nr. 41A við Gránufélagsgötu sem einkabílastæði fyrir hreyfihamlaða.
Erindinu er vísað til umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Erindi dagsett 15. júlí 2022 þar sem Arnar Yngvason óskar eftir leyfi til að merkja bílastæði fyrir framan hús nr. 41A við Gránufélagsgötu sem einkabílastæði fyrir hreyfihamlaða.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. þar sem óskað var umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs og liggur hún nú fyrir.
Skipulagsráð heimilar merkingu á bílastæði sem einkabílastæði fyrir hreyfihamlaða sunnan til í götunni til móts við hús nr. 41A. Bílastæðið skal merkt með bílnúmeri viðkomandi.

Leyfið gildir í tvö ár og skal umsókn endurnýjuð að þeim tíma loknum.