Stofnstígar milli sveitarfélaga

Málsnúmer 2022020885

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hjá umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti verkefni sem felst í frumhönnun stofnstígs sem liggur frá Hörgársveit í norðri, suður að mörkum Eyjafjarðarsveitar og svo til austurs yfir Leiruveg. Verkfræðistofurnar Mannvit, Efla og Verkís vinna að verkefninu í samráði við Akureyrarbæ. Hörður Bjarnason hjá Mannviti kynnti stöðu verkefnisins varðandi stíg frá Hörgársveit að Glerártorgi og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir hjá Verkís kynnti frumdrög að stíg yfir Leiruveg.

Jónas, Hörður og Áslaug sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið ásamt Magnúsi Magnússyni og Arnari Frey Þrastarsyni hjá Verkís.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 116. fundur - 11.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2022 varðandi stíg frá Hörgársveit að Glerártorgi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 117. fundur - 25.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2022 varðandi stíg frá Hörgársveit að Glerártorgi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 123. fundur - 06.09.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 2. september 2022 varðandi stofnstíga milli sveitafélaga um Akureyri í samstarfi við Vegagerðina.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri mælinga sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hjá umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti stöðu verkefnis sem felst í frumhönnun stofnstígs frá Hörgársveit í norðri, suður að mörkum Eyjafjarðarsveitar og til austurs yfir Leiruveg.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi fóru yfir frumdrög að hönnun stofnstíga frá Hörgársveit niður að Glerártorgi. Ef ákveðið er að halda áfram með þessa útfærslu er næsta skref að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagsáætlunum sem stígurinn fer um.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi frumdrög og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagsáætlunum sem stígurinn liggur um.