Klettatún 8 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022081392

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Erindi dagsett 30. ágúst 2022 þar sem Eiríkur Sigurðsson leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun lóðar nr. 8 við Klettatún. Stækkunin sem um ræðir er norðan við núverandi lóð, samsíða lóðarmörkum og stíg að austan til norðurs að stíg þar sem hann beygir til vesturs.

Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.