Spennistöð við Strandgötu - byggingarlýsing

Málsnúmer 2022090320

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Lögð fram tillaga Teiknistofu Þ. Guðmundssonar að útliti fyrirhugaðrar spennistöðvar sem rísa á við Strandgötu í samræmi við skilmála í deiliskipulagi miðbæjar sem staðfest var þann 7. júní sl.
Skipulagsráð telur framlagða tillögu ekki gera nægilega skýra grein fyrir aðlögun byggingarinnar að umhverfi eins og kveðið er á um í skilmálum deiliskipulags fyrir svæðið. Skipulagsráð telur mikilvægt að fyrirhuguð bygging verði í góðum tengslum við nánasta umhverfi, t.a.m. steinhleðslu meðfram Strandgötu. Er skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuð tillögunnar um frekari útfærslu.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi kl. 12:00.

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Lögð fram endurbætt tillaga Teiknistofu Þ. Guðmundsonar að útliti fyrirhugaðrar spennistöðvar sem rísa á við Strandgötu í samræmi við skilmála í deiliskipulagi miðbæjar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuð um frekari útfærslu tillögunnar.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir framlagða tillögu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.