Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022

Málsnúmer 2022020303

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Lögð fram til kynningar starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022 og farið yfir stöðu einstakra mála.

Skipulagsráð - 386. fundur - 24.08.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa um nýjar stöður og fjármagn til skipulagsgerðar og annarrar aðkeyptrar vinnu.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Unnið er að gerð starfsáætlunar skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar ásamt drögum að fjárhagsáætlun 2023.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað að eftirfarandi verkefni verði sett á starfsáætlun 2023:


1: Bæjarfulltrúi leggur til að farið verði átak í skráningu á gámum og innheimtu stöðugjalds í sveitarfélaginu.


2: Bæjarfulltrúi leggur til að unnið verði að því að lóðarhafar virði lóðarmörk sín og geymi ekki tæki og tól utan lóðarmarka.


3: Bæjarfulltrúi leggur fram þá tillögu að farið verði í skoðun á því að koma upp sérstöku geymslusvæði, eins og fyrirfinnst í mörgum sveitarfélögum, þar sem hægt er að fá leigt gámastæði og pláss fyrir vinnutæki sem ekki komast fyrir á lóðum fyrirtækja. Á lóðinni mætti einnig koma fyrir númeralausum bílum og öðru lauslegu dóti sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands sinnir eftirliti með að fjarlægt skuli í bæjarlandinu samkvæmt Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Vert væri að kanna möguleika þess að geymslusvæðið yrði rekið í sameiningu með sveitarfélögunum í kring.

Skipulagsráð - 388. fundur - 28.09.2022

Lögð fram starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða starfsáætlun fyrir árið 2023 með breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Lögð fram starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs fyrir árið 2023.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs fyrir árið 2023 með þeim fyrirvara að sett séu inn markmið með vísan til mannréttindastefnu bæjarins.