Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022

Málsnúmer 2022020303

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Lögð fram til kynningar starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022 og farið yfir stöðu einstakra mála.

Skipulagsráð - 386. fundur - 24.08.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa um nýjar stöður og fjármagn til skipulagsgerðar og annarrar aðkeyptrar vinnu.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Unnið er að gerð starfsáætlunar skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar ásamt drögum að fjárhagsáætlun 2023.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað að eftirfarandi verkefni verði sett á starfsáætlun 2023:


1: Bæjarfulltrúi leggur til að farið verði átak í skráningu á gámum og innheimtu stöðugjalds í sveitarfélaginu.


2: Bæjarfulltrúi leggur til að unnið verði að því að lóðarhafar virði lóðarmörk sín og geymi ekki tæki og tól utan lóðarmarka.


3: Bæjarfulltrúi leggur fram þá tillögu að farið verði í skoðun á því að koma upp sérstöku geymslusvæði, eins og fyrirfinnst í mörgum sveitarfélögum, þar sem hægt er að fá leigt gámastæði og pláss fyrir vinnutæki sem ekki komast fyrir á lóðum fyrirtækja. Á lóðinni mætti einnig koma fyrir númeralausum bílum og öðru lauslegu dóti sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands sinnir eftirliti með að fjarlægt skuli í bæjarlandinu samkvæmt Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Vert væri að kanna möguleika þess að geymslusvæðið yrði rekið í sameiningu með sveitarfélögunum í kring.

Skipulagsráð - 388. fundur - 28.09.2022

Lögð fram starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða starfsáætlun fyrir árið 2023 með breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Lögð fram starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs fyrir árið 2023.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs fyrir árið 2023 með þeim fyrirvara að sett séu inn markmið með vísan til mannréttindastefnu bæjarins.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Lögð fram uppfærð starfsáætlun skipulags- og byggingarmála.

Bæjarráð - 3804. fundur - 30.03.2023

Rætt um starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs fyrir árið 2023.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Það vekur furðu að enginn kjörinn fulltrúi komi að gerð menningar- og atvinnumálastefnu en það ætti að vera metnaður til þess að koma að þeirri vinnu. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnu fyrir starfsemi sveitarfélagsins samkvæmt reglum um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Skipulagsráð - 405. fundur - 05.07.2023

Lögð fram uppfærð starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023 og jafnframt drög að starfsáætlun fyrir 2024-2027.
Skipulagsráð samþykkir uppfærða starfsáætlun.

Bæjarráð - 3816. fundur - 24.08.2023

Rætt um starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs fyrir kynningu á starfsáætlun sviðsins.

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Lögð fram uppfærð starfsáætlun skipulags- og byggingarmála 2024.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ef það eru ekki lengur áform um uppbyggingu fjölbýlishúsa í Tónatröð í þeirri mynd sem samþykkt var að auglýsa í febrúar 2023, en ekki verið gert, þá tel ég hreinlegast að taka það verkefni af starfsáætlun og bóka niðurstöðuna svo bæði verktaki og íbúar á svæðinu verði upplýstir um stöðu mála. Í framhaldinu verði sett á starfsáætlun að endurskoða skipulagið með uppbyggingu lítilla fjölbýlishúsa í huga.


Þórhallur Jónsson D-Lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel að leggja eigi áherslu á að ná samkomulagi við uppbyggingaraðila Tónatraðar sem fyrst. Uppbygging í þeim dúr sem hann hefur kynnt er að mínu mati mjög áhugaverð og verður eflaust mjög eftirsótt. Einnig er þétting byggðar í þeim dúr sem kynnt hefur verið mjög hagkvæm fyrir bæjarfélagið og umhverfið almennt.

Bæjarráð - 3851. fundur - 30.05.2024

Rætt um starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjóra og forstöðumanni atvinnu- og menningarmála er gert að greina kostnað og umfang við gerð nýrrar atvinnustefnu með aðkomu utanaðkomandi sérfræðings, fulltrúum atvinnulífs og kjörinna fulltrúa og leggja fyrir fjárhagsáætlunargerð bæjarráðs í byrjun ágúst.
Bæjarráð samþykkir tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur.

Skipulagsráð - 430. fundur - 11.09.2024

Lögð fram uppfærð starfsáætlun skipulags- og byggingarmála 2024.