Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

Málsnúmer 2022090355

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Skipulagsfulltrúi kynnti helstu atriði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 en skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal bæjarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar aðalskipulags innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Lögð fram til umræðu gögn Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 en skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal bæjarstjórn taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl.
Að mati skipulagsráðs er ekki tilefni til að hefja vinnu við heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi Akureyrar í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð telur þó ástæðu til að endurskoða kafla um íbúðabyggð auk þess að fella vinnu við endurskoðun atvinnustefnu að aðalskipulaginu.

Skipulagsráð - 396. fundur - 15.02.2023

Á fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á kafla 2.1.1 í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 um íbúðarbyggð og jafnframt að fella vinnu við endurskoðun atvinnustefnu að aðalskipulaginu.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að útbúa erindisbréf til skipunar í starfshóp um endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Lögð fram drög að erindisbréfi vegna endurskoðunar Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030. Er miðað við að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur ásamt starfsmönnum skipulagsfulltrúa sem vinni að tillögu að breytingum á stefnu um íbúðabyggð og atvinnusvæði. Er miðað við að vinnuhópinn skipi tveir fulltrúar meirihluta og einn úr minnihluta.
Skipulagsráð samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur L-lista, Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista og Þórhall Jónsson D-lista í vinnuhóp til endurskoðunar Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa um vinnu í tengslum við ákvörðun um endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.
Frestað til næsta fundar skipulagsráðs 15. nóvember nk.

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa um vinnu í tengslum við ákvörðun um endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Málið var síðast á dagskrá skipulagsráðs 25. október sl. og var afgreiðslu frestað.