Hlíðarbraut 4 - útboð lóðar

Málsnúmer 2022011589

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Byggingarréttur lóðarinnar Hlíðarbrautar 4 var auglýstur þann 5. febrúar 2022 og barst eitt tilboð í lóðina. Tilboðshafi hefur ekki skilað inn tilskyldum gögnum til samræmis við ákvæði útboðsskilmála og er tilboðið því ekki gilt lengur.
Skipulagsráð samþykkir að bíða með að auglýsa lóðina.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Í byrjun febrúar 2022 var byggingarréttur lóðarinnar Hlíðarbrautar 4 auglýstur og barst eitt tilboð í lóðina. Tilboðshafi skilaði ekki inn tilskyldum gögnum til samræmis við útboðsskilmála og féll tilboðið því niður.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar að nýju til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála.