Miðbraut Hrísey - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2022081204

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Erindi dagsett 26. ágúst 2022 þar sem Claudia Andrea Werdecker sendir inn fyrirspurn um stofnun lóðar við Miðbraut í Hrísey fyrir byggingu íbúðarhúss.

Umrætt svæði er innan íbúðarsvæðis ÍB25, á ódeiliskipulögðu svæði milli Miðbrautar 13 og Gamla skóla.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags svæðisins í samræmi við 40.- 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 svo úthluta megi lóðum við Miðbraut. Úthlutun lóða sem skipulagðar verða innan svæðisins mun lúta reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.