Helgamagrastræti 9 - fyrirspurn varðandi bílgeymslu

Málsnúmer 2022050455

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 382. fundur - 18.05.2022

Lagt fram erindi Rebekku Kristínar Garðarsdóttur dagsett 13. maí 2022 varðandi byggingu bílgeymslu norðan við hús nr. 9 við Helgamagrastræti.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja drög að útliti fyrirhugaðrar viðbyggingar.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Lagt fram erindi Rebekku Kristínar Garðarsdóttur dagssett 13. maí 2022 þar sem hún sækir um leyfi fyrir byggingu bílskýlis áfast við hús nr. 9 við Helgamagrastræti. Bílskýlið yrði 5,5 m x 6,0 m að flatarmáli og 3,5 m á hæð.

Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 18. maí sl. og var afgreiðslu þess frestað þar til fyrir lægju ítarlegri gögn.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Helgamagrastræti 11 og Þórunnarstræti 110 auk þess sem leita þarf umsagnar Minjasafnsins á Akureyri.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi norður-Brekku, neðri hluta vegna áforma um bílgeymslu á lóð Helgamagrastrætis 9 lauk þann 23. ágúst sl.

Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Minjasafnsins á Akureyri um áformin.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi norður-Brekku, neðri hluta.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.