Skipulagsráð - framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs

Málsnúmer 2019080399

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lagður fram tölvupóstur Tómasar Björns Haukssonar, forstöðumanns nýframkvæmdadeildar dagsettur 17. júlí 2019, þar sem óskað er eftir að skipulagsráð/skipulagssvið sendi inn tillögur að framkvæmdum fyrir framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020-2023.

Meðfylgjandi er áætlunin fyrir 2019-2022 og tillaga að framkvæmdum sem skipulagsráð leggur áherslu á á næstu árum.
Skipulagsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra skipulagssviðs um nauðsynlegar framkvæmdir á vegum umhverfis- og mannvirkjasviðs vegna framgangs skipulags.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir 2022-2025 ásamt drögum að tillögum skipulagsráðs um æskilegar framkvæmdir árið 2023 í samræmi við fyrirliggjandi skipulagsáætlanir. Tillögur skipulagsráðs eru settar fram að beiðni umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir framkvæmdaáætlun sviðsins 2023-2026.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum varðandi uppbyggingu á miðbæjarsvæði, gönguleið yfir Glerárgötu og endurbætur á leiksvæði við Hafnarstræti og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim áfram til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir 2023-2026 ásamt drögum að tillögum skipulagsráðs um æskilegar framkvæmdir árið 2023 í samræmi við fyrirliggjandi skipulagsáætlanir.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um æskilegar framkvæmdir fyrir tímabilið 2023-2026 með viðbótum í samræmi við umræður á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri við umhverfis- og mannvirkjasvið.