Skipulagsráð

285. fundur 14. febrúar 2018 kl. 08:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Athugasemdir og svör við aulýstri tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 tekin fyrir að nýju þar sem auka þarf við svör við athugasemdum Isavia. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svari.
Skipulagsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra að breyttu svari við athugasemd Isavia og vísar samantekt athugasemda og svörum við þeim þannig breyttum til bæjarstjórnar.

Akureyrarbær gerir þann fyrirvara að samið verði við Isavia um kostnaðarskiptingu vegna breytinga á göngu- og reiðleið áður en til framkvæmda kemur.

2.Grímsey - deiliskipulag hafnarsvæðis og þéttbýlis

Málsnúmer 2018010355Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að hefja vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins í Grímsey. Lögð eru fram drög að skipulagslýsingu til kynningar dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Frestað milli funda.

3.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018010262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði hækkað úr 0,420 í 0,560. Einnig er óskað eftir framlengingu á framkvæmdafresti til 1. júní 2018.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir upplýsingum frá skipulagssviði um stærðardreifingu íbúða í Hagahverfi sem búið er að samþykkja í hverfinu.

4.Elísabetarhagi 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018010137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Elísabetarhaga. Breytingin tekur til nýtingarhlutfalls, bílgeymslu, hliðrun lóðarmarka, fjölgun bílastæða, aðkomu að leiksvæði, stækkun svala og að stigahús og svalagangar fái að ná út fyrir byggingarreit. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 24. janúar 2018.

Tillagan er dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Hlíðarfjall - uppbygging heilsárs starfsemi

Málsnúmer 2018020052Vakta málsnúmer

Arnór Þórir Sigfússon og Auðunn Elísson fulltrúar Hlíðarhryggs ehf., kt. 560816-1700, komu á fundinn og kynntu undirbúning á uppbyggingu fjölbreyttrar heilsárs starfsemi í Hlíðarfjalli.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

6.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi. Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi: 1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m. 2) Nýtingarhlutfall verði 0,300. 3) Mesta hæð bygginga verði allt að 12,0 m frá gólfi. Meðfylgjandi er mynd.

Umsagnir:

1) Norðurorka, dagsett 8. febrúar 2018.

Tveir kostir eru í stöðunni ef færa á strengjasettin:

a. Takmarka lóðarstækkun SS Byggis til norðurs þannig að milli lóða 4 og 6 verði um 10 metra ræma sem þjónustuleið fyrir bæði strengjasettin. Hér mætti líka taka af lóð nr. 6 til suðurs til að skapa nægjanlegt pláss.

b. Leggja nýja leið norður Rangárvelli og til austurs við enda götunnar. Um ræðir lengri leið og stærri framkvæmd.

Eðlilega er sú krafa gerð að lóðarhafar kosti framkvæmdina á móti Norðurorku sem í þessu tilfelli bæri hluta kostnaðar samkvæmt ákveðnu skiptimódeli sem ræðst af lífaldri strengjanna. Nú er okkur ekki ljóst hver fer með forræði á lóð nr. 6 og við hvern er að semja.

Norðurorka hefur ekki gert kostnaðaráætlun um færslu strengjanna en er tilbúin í það, háð þeirri lausn sem aðilar telja heppilegasta.

2) Isavia, dagsett 12. febrúar 2018.

a. Á svæðinu gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Umrædd lóð stendur upp úr hindranafleti en þar gildir að heimilt er að gera ráð fyrir og reisa byggingar allt að 18 metra upp fyrir óhreyft land. Ekki er lagst gegn breytingunni séu hæðir innan þessara marka. Í tilfelli sem þessu er gert ráð fyrir að bygging kunni að vera hindranalýst og óskað er eftir að þörf á því verði skoðuð í samráði við byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.

b. Um uppsetningu krana eða annarra tímabundinna hindrana gilda sömu reglur og um varanlegar hindranir. Ekki má víkja frá hæðartakmörkunum nema með samþykki Samgöngustofu.
Skipulagsráð frestar erindinu milli funda.

7.Bjarkarstígur 4 - umsókn um leyfi fyrir endurbótum og breytingum

Málsnúmer 2018010338Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar og Guðrúnar Kristínar Blöndal óskar eftir leyfi fyrir breytingum og endurbyggingu á þaki og þakbyggingu húss nr. 4 við Bjarkarstíg. Einnig er sótt um leyfi til að reisa bílskýli á lóðinni. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110379Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um heimild til að leggja fram breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar. Breytingin felst í stækkun Torfunefsbryggju. Breytt erindi var lagt fram í skipulagsráði 10. janúar 2018. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsráð leggur áherslu á að í deiliskipulaginu skuli vera ákvæði um að almennt skuli vera fullt aðgengi að bryggjunni. Lokunum skal beitt í undantekningatilfellum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huibens V-lista óskar bókað:

Eðlilegt væri að meta umhverfisáhrif af fyrirhugaðri hafnarframkvæmd. Ekki er það síst til að meta umfang loftmengunar af skemmtiferðaskipum sem fyrirhugað er að nýti viðlegukantinn. Helst verða það minni skip (svo kölluð könnuðarskip) sem vill svo til að eru jafnan meðal þeirra elstu sem sækja Ísland heim. Vegna aldurs og stærðar eru sístar líkur á mengunarvörnum um borð og mengun þannig hlutfallslega verst frá þessum skipum. Erlendis eru staðfestar mælingar á t.d. nituroxíð (NOx) yfir heilsuverndarmörkum í útblæstri skipa og engin ástæða til að ætla að málum sé öðruvísi farið hér við land. Svo kölluð könnuðarskip eru einnig líkleg til að dveljast lengur í höfn, jafnvel eina til tvær nætur og því staðbundin mengun enn meiri. Þetta verður að teljast sérstakt áhyggjuefni vegna nálægðar byggðar við Austurbrú og vegna fyrirhugaðrar byggðar á Skipagötureit. Þessu verður að gera ítarlega grein fyrir og þá samhliða hvaða mótvægisaðgerða skal grípa til, s.s. viðvarandi mælinga og rafmagnstengingar við land. Auk þessa þarf að gera vandlega grein fyrir hvernig móttöku úrgangs verður háttað á þessum viðlegukanti.

9.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017.

Í umsögn frá Íþróttafélaginu Þór dagsett 25. október 2017 var auglýstri skipulagstillögu hafnað sem snéri að kastsvæði UFA inni á Þórssvæðinu. Lagt var til að stofnaður yrði starfshópur sem geri tillögur um framtíðaruppbyggingu á og við Þórssvæðið.

Í erindi frá Íþróttafélaginu Þór dagsettu 24. janúar 2018 er gerð grein fyrir vinnu starfshópsins og lögð fram frumskoðun á langtímauppbyggingu íþróttasvæðis Þórs, dagsett 22. janúar 2018.
Lagt fram til kynningar, frestað.

10.Stígakerfi Akureyrar - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Lagt er til að vinna verði hafin við gerð rammaskipulags fyrir stíga á Akureyri.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við rammaskipulag stíga á Akureyri.

11.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - dælustöð við Sjafnargötu

Málsnúmer 2018010429Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 til að gert verði ráð fyrir dælustöð fráveitu sem mun þjónusta athafnasvæðið við Sjafnargötu.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði afgreidd sem óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa verulegar breytingar á landnotkun í för með sér, ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Fyrir liggur að afgreiða Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 á sama hátt í samræmi við innkomna athugasemd og tillögu að svari við henni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.

12.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Lagt er til að vinna verði hafin við gerð rammaskipulags fyrir gistingu á Akureyri.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði gerð rammaskipulags fyrir rekstrarleyfisskylda gistingu á Akureyri.

13.Skipulagsmál á Oddeyrinni

Málsnúmer 2018010306Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 25. janúar 2018 vísaði bæjarráð til skipulagsráðs 1. lið úr fundargarð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 18. janúar 2018.

Gunnar Árnason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddi um tillögu að skipulagsmálum á Oddeyrinni þar sem hann hefur fjárfest í nokkrum húsum. Hann hefur rekið sig á það að einungis er gert ráð fyrir íbúðabyggð á Oddeyrinni og því getur hann ekki fengið leyfi fyrir gistihúsarekstri í húsum sínum, þar sem sá rekstur fellur undir atvinnurekstur sem er ekki heimilaður þar nema á mjög afmörkuðum svæðum. Telur hann að þetta verði til þess að ekki verði sú uppbygging á suðurhluta Oddeyrarinnar sem nauðsynleg er. Lítur þannig á að þetta muni leiða til þess að það komi ekki fjárfestar inn á svæðið til að byggja húsnæði á Oddeyrinni upp og telur því nauðsynlegt að suðurhluti Oddeyrarinnar eigi að falla undir blandaða byggð íbúða og atvinnureksturs eins og svæðið meðfram Strandgötu.
Skipulagsráð vísar erindinu til vinnslu rammaskipulags fyrir rekstrarleyfisskylda gistingu á Akureyri.

14.Súluvegur/Miðhúsabraut - fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2017030103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Helga Gunnarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir f.h. Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, kt. 550798-2049, óska eftir að skilgreind verði lóð fyrir starfsemi dýralæknaþjónustunnar á horni Miðhúsabrautar og Súluvegar.

Skipulagsráð frestaði erindinu 15. mars 2017 og fól skipulagsstjóra að skoða málið sem hluta af endurskoðun aðalskipulagsins.

Í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 er umrætt svæði skilgreint fyrir Vegagerðina og dýraspítala.
Þar sem lóðin er skilgreind fyrir dýraspítala í komandi Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 samþykkir skipulagsráð að hefja deiliskipulag lóðarinnar.

15.Kaupvangsstræti 16 - starfsemi breytt í gistiskála

Málsnúmer 2018010390Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á 2. hæð húss nr. 16 við Kaupvangsstræti. Áætlað er að setja þar upp gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason og samþykki meðeigenda á lóðinni.
Skipulagsráð frestar erindinu milli funda.

16.10 ára áætlun fyrir Akureyrarbæ - skipulagssvið

Málsnúmer 2018010270Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem bæjarráð felur fagráðum að vinna að gerð 10 ára áætlunar fyrir Akureyrarbæ og skila til bæjarráðs fyrir 15. mars.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna tillögu að 10 ára áætlun sem taki mið af fjárhagsáætlun fyrir núverandi starfsár ásamt eðlilegri verðþróun. Taka þarf fram hvaða þættir geti breytt þessari mynd - svo sem breytt verkefnastaða, uppkaup lóða eða eigna til niðurrifs eða uppbyggingar.

17.Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2016110180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. janúar 2018 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar, kt. 410191-2029, leggur fram til kynningar breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna 1 MW vatnsaflsvirkjunar sem fyrirhugað er að reisa í landi Tjarna. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Lagt fram til kynningar.

18.Hagahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2018010331Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs óskar heimildar ráðsins til að auglýsa lóðir í næsta áfanga Hagahverfis.
Skipulagsráð heimilar sviðsstjóra að auglýsa tilgreindar lóðir.

Kjarnagötu 55, 57 og 59.

Geirþrúðarhaga 1 og 2.

Gudmannshaga 1.

Kristjánshaga 3, 6 og 8.

Halldóruhaga 3 og 4.

19.Umsókn um lóð fyrir matvælafyrirtæki

Málsnúmer 2018020140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2018 þar sem Ágúst Torfi Hauksson fyrir hönd Norðlenska matborðsins ehf., kt. 500599-2789, sækir um lóð undir starfsemi sína innan bæjarmarka Akureyrarbæjar. Lóðin þarf að vera 20.000 m² og byggingarmagn um 5-6.000 m².
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni skipulagsráðs að ræða við umsækjanda um mögulegar staðsetningar.

20.Njarðarnes 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010247Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2018 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 12 við Njarðarnes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

21.Grímseyjargata 2 og 2a - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um að fá úthlutað lóðunum Grímseyjargötu 2 og 2a.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands.

22.Sjafnargata 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010342Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2018 þar sem Kjartan Snorrason fyrir hönd BK byggis ehf., kt. 630118-0180, sækir um lóð nr. 9 við Sjafnargötu. Til vara lóð nr. 7. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir veitingu lóðar nr. 9 til umsækjanda. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

23.Aðveita frá Hjalteyri - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2018010368Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hluta nýrrar aðveitulagnar frá Hjalteyri til Akureyrar. Um er að ræða kaflann frá Þórunnarstræti að Glerá. Meðfylgjandi er yfirlýsing Eikar fasteignafélags vegna lagningar aðveitulagnar inn á lóð Gleráreyra 1. Einnig kort af fyrirhugaðri legu.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar þar sem meðferð yrði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

24.Akstur bannaður á reiðleiðum - skilti

Málsnúmer 2018020053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2018 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að setja upp skilti í bæjarlandinu sem bannar akstur ökutækja á reiðvegum. Meðfylgjandi er kort sem sýnir staðsetningu.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu umferðarskilta samkvæmt umsókn. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Skipulagsráð vísar erindinu einnig til vinnslu rammaskipulags stíga á Akureyri til nánari skoðunar.

25.Akureyrarflugvöllur - aðflugsbúnaður

Málsnúmer 2018020138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2018 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Isavia ohf., kt. 550210-0370, spyrst fyrir um hvort leyft yrði að setja upp aðflugsbúnað/loftnetsbúnað með tveimur smáhýsum 12 m² hvort, aðflugssendi, stefnuvita og landfyllingu innan flugvallarlóðar samkvæmt meðfylgjandi teikningu miðað við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsráð telur að umræddar framkvæmdir falli innan gildandi deiliskipulags flugvallarins og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum þegar hún berst.

26.Krossanesbraut - mótmæli íbúa vegna umferðarþunga og þungaflutninga

Málsnúmer 2018010289Vakta málsnúmer

Mótmæli íbúa við Krossanesbraut vegna umferðarþunga um götuna og sinnuleysis yfirvalda. Meðfylgjandi eru undirskriftarlistar með 50 undirskriftum.
Skipulagsráð vísar málinu til deiliskipulags Holtahverfis sem er í vinnslu. Umferðarmál eru þar til skoðunar.

27.Græn bílastæði í miðbæ Akureyrar

Málsnúmer 2017050071Vakta málsnúmer

Lögð var fram beiðni til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá Vistorku ehf. dagsett 28. apríl 2017 um fjölgun grænna bílastæða við Skipagötu. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísaði erindinu til skipulagsráðs á fundi 12. maí 2017 en lagði jafnframt til að ákvörðunum um bílastæðamál í miðbænum verði frestað þar til framkvæmdum við Austurbrú lýkur. Lögð er fram tillaga að nýtingu bílastæða í miðbænum samkvæmt meðfylgjandi korti.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fjölgun grænna bílastæða, en vísar til bæjarráðs að endurskoða gjaldtöku fyrir bílastæði, þar sem klukkustæði veita oft of lítið svigrúm til athafna þeirra sem eiga erindi í miðbæinn.

28.Aðstöðuleysi farþega Strætó við Hof

Málsnúmer 2017120341Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 11. janúar 2018 vísaði bæjarráð til skipulagsráðs 1. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 14. desember 2017.

Björn Sigurðsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddi um aðstöðuleysi farþega strætó við Hof. Telur núverandi aðstöðu vera slysagildru sem verður að bregðast við áður en slys hlýst af.
Skipulagsráð vísar erindinu til umverfis- og mannvirkjasviðs/ráðs.

29.Kaupvangsstræti - tillaga að nafnabreytingu

Málsnúmer 2017120343Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 11. janúar 2018 vísaði bæjarráð til skipulagsráðs 3. lið úr fundargarð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. desember 2017.

Björn Sigurðsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og benti á að Kaupvangsstræti ætti hugsanlega að heita Kaupangsstræti. Lagði til að þessu yrði breytt því líklegast hafi verið vísað til Kaupangs í Eyjafjarðarsveit.

Umsögn nafnanefndar liggur fyrir. Telur hún að í ljósi þess að Kaupvangsstræti hefur heitið svo um langa hríð telur nefndin ekki ástæðu til að nafni götunnar verði breytt. Nefndarmenn telja að slík breyting verði vart til bóta þegar á heildina er litið, þar sem nafnið Kaupvangsstræti er orðið íbúum og gestum Akureyrar tamt.

Skipulagsráð tekur undir umsögn nafnanefndar og synjar umbeðinni breytingu.

30.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 18. janúar 2018. Lögð var fram fundargerð 662. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

31.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 25. janúar 2018. Lögð var fram fundargerð 663. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

32.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 1. febrúar 2018. Lögð var fram fundargerð 664. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

33.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 8. febrúar 2018. Lögð var fram fundargerð 665. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.