Grímsey - deiliskipulag hafnarsvæðis og þéttbýlis

Málsnúmer 2018010355

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að hefja vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins í Grímsey. Lögð eru fram drög að skipulagslýsingu til kynningar dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Frestað milli funda.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að hefja vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins í Grímsey. Lögð eru fram drög að skipulagslýsingu til kynningar dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 14. febrúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagið skuli ná til allrar eyjarinnar og felur skipulagshöfundum að breyta skipulagslýsingunni í samræmi við það.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að hefja vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins í Grímsey.

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir verkefnið sem er dagsett 13. mars 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn - 3432. fundur - 10.04.2018

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 4. apríl:

Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að hefja vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins í Grímsey.

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir verkefnið sem er dagsett 13. mars 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags Grímseyjar var auglýst í Dagskránni 18. apríl 2018 og send til umsagnar.

Fjórar umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 2. maí 2018.

Í greinargerð kemur fram að unnin verði húsakönnun í Grímsey í tengslum við deiliskipulagsgerðina og að fyrirliggjandi fornleifaskráning verði endurskoðuð til að uppfylla staðla Minjastofnunar. Þetta er í samræmi við 16. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 7. maí 2018

Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna en minnt er á mikilvægi þess að gera grein fyrir fráveitum og áformum um úrbætur til að mæta kröfum skv. reglugerð um fráveitur og skólp og móttöku og flokkun á úrgangi.

3) Skipulagsstofnun, dagsett 3. maí 2018.

Fram kemur að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsins á umhverfið í samræmi við 12. gr. skipulagslaga en ekki er tilgreint hvernig staðið verði að umhverfismati deiliskipulagsins eða hvaða þættir þess gefi tilefni til þess að skoða sérstaklega sbr. gr. 5.4. í skipulagsreglugerð. Auk umsagnaraðila sem nefndir eru þarf að leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Veðurstofu Íslands og Samgöngustofu.

4) Vegagerðin, dagsett 8. maí 2018.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að veghelgunarsvæði tengivega er 15 metrar frá miðlínu. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Óskað er eftir að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum.
Skipulagsráð vísar innkomnum umsögnum til vinnslu deiliskipulagsins.