Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018010262

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði hækkað úr 0,420 í 0,560.
Skipulagsráð hafnar erindinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 7. febrúar 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði hækkað úr 0,420 í 0,560. Einnig er óskað eftir framlengingu á framkvæmdafresti til 1. júní 2018.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir upplýsingum frá skipulagssviði um stærðardreifingu íbúða í Hagahverfi sem búið er að samþykkja í hverfinu.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi dagsett 7. febrúar 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði hækkað úr 0,420 í 0,560 og fjölgun íbúða úr 8 í 16. Einnig er óskað eftir framlengingu á framkvæmdafresti til 1. júní 2018.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 14. febrúar 2018 og óskaði eftir upplýsingum frá skipulagssviði um stærðardreifingu íbúða í Hagahverfi sem búið er að samþykkja í hverfinu.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem fjölgun íbúða og hækkun nýtingarhlutfalls er of mikil og stærðarhlutfall fjölbýlisíbúða í hverfinu samræmist ekki stefnu deiliskipulagsins.

Skipulagsráð samþykkir umbeðinn framkvæmdafrest og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.

Sigurjón Jóhannesson D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Erindi dagsett 18. apríl 2018 þar sem Haraldur S. Árnason, f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytt nýtingahlutfall á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Einnig er óskað eftir samþykki á stærðardreifingu íbúða.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 292. fundur - 30.05.2018

Erindi dagsett 18. apríl 2018 þar sem Haraldur S. Árnason, f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytt nýtingarhlutfall á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Einnig er óskað eftir samþykki á stærðardreifingu íbúða. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 2. maí 2018.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Jafnframt er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að meta, í samráði við skipulagsráðgjafa, hvort þörf sé á endurskoðun á markmiðum deiliskipulags um stærðardreifingu íbúða.

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Á fundi skipulagsráðs þann 30. maí sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar sem varðar breytt nýtingarhlutfall á lóðinni Geirþrúðarhagi 4 auk þess sem stærðardreifing íbúða í samræmi við umsókn var samþykkt. Í breytingunni sem nú er lögð fram er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækki úr 0.43 í 0.56.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og mælir með að bæjarstjórn samþykki hana með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Á fundi skipulagsráðs þann 30. maí sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar sem varðar breytt nýtingarhlutfall á lóðinni Geirþrúðarhagi 4 auk þess sem stærðardreifing íbúða í samræmi við umsókn var samþykkt. Í breytingunni sem nú er lögð fram er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækki úr 0.43 í 0.56.

Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og mælir með að bæjarstjórn samþykki hana með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.