Bjarkarstígur 4 - umsókn um leyfi fyrir endurbótum og breytingum

Málsnúmer 2018010338

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 22. janúar 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar og Guðrúnar Kristínar Blöndal óskar eftir leyfi fyrir breytingum og endurbyggingu á þaki og þakbyggingu húss nr. 4 við Bjarkarstíg. Einnig er sótt um leyfi til að reisa bílskýli á lóðinni. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 22. janúar 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar og Guðrúnar Kristínar Blöndal óskar eftir leyfi fyrir breytingum og endurbyggingu á þaki og þakbyggingu húss nr. 4 við Bjarkarstíg. Einnig er sótt um leyfi til að reisa bílskýli á lóðinni.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 14. febrúar 2018 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 26. mars 2018 og unnin af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Í húsakönnun Norður-Brekku, neðri hluta, er húsið Bjarkarstígur 4 metið með hátt varðveislugildi. Skipulagsráð óskar eftir umsögn höfundar húsakönnunar svæðisins á umbeðinni breytingu.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 22. janúar 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar og Guðrúnar Kristínar Blöndal sækir um byggingarleyfi fyrir bílskýli og breytingum og endurbyggingu á þaki húss nr. 4 við Bjarkarstíg. Skipulagsráð samþykkti, á fundi 4. apríl 2018, að tillaga að breytingu á deiliskipulagi yrði grenndarkynnt. Erindið var grenndarkynnt 6. apríl með athugasemdafresti til 4. maí 2018.

Ein athugasemd barst.

1) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 14. maí 2018.

Yfirbyggt bílskýli mun skerða sýn að Davíðshúsi þegar gengið er upp Bjarkarstíg. Það er aðalaðkoma að húsinu fyrir gangandi gesti frá miðbænum. Stækkun á rými á þaki er talin vera of stór þar sem hún mun skerða útsýni í austur úr Davíðshúsi. Húsið er flokkað sem safn og gaman er fyrir gesti að sjá hvaða útsýni var fyrir augum Davíðs Stefánssonar.

Óskað var eftir umsögn höfundar húsakönnunar svæðisins á umbeðinni breytingu. Umsögn hans barst 16. maí 2018. Til bóta væri að minnka viðbygginguna og lækka til þess að hún beri ekki meginhúsið ofurliði. Grundvallarbreyting yrði á yfirbragði hverfisins ef bílageymslur yrðu byggðar á frálóðum húsa. Þak bílskýlis myndi einnig hafa verulega neikvæð áhrif á ásýnd Davíðshúss sem er friðuð bygging.
Skipulagsráð hafnar umbeðinni breytingu þar sem hún er talin hafa neikvæð áhrif á ásýnd og útsýni.

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Erindi dagsett 31. október 2018 þar sem Ingólfur F. Guðmundsson hjá Kollgátu ehf., fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðarsonar sækir um leyfi fyrir breytingum og endurbyggingu á þakbyggingu húss nr. 4 við Bjarkarstíg. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að byggja nýja þakbyggingu í stað þeirrar sem fyrir er. Ný bygging verði allt að 50 cm hærri og allt að 15,4 fm stærri. Um er að ræða endurskoðun á áður innsendri tillögu en skipulagsráð hafnaði á fundi 18. maí sl. tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að lokinni grenndarkynningu. Í þeirri breytingu var gert ráð fyrir að þakbyggingin myndi stækka um 32 fm auk þess sem gert var ráð fyrir bílskýli á lóðinni.
Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna og senda til umsagnar höfundar húsakönnunar svæðisins.

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Bjarkarstígur 4 sem felur í sér að heimilt verði að byggja nýja þakbyggingu í stað þeirrar sem fyrir er. Ný bygging verði allt að 50 cm hærri og allt að 15,4 m² stærri. Engar athugasemdir voru gerðar.
Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 17 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Bjarkarstígur 4 sem felur í sér að heimilt verði að byggja nýja þakbyggingu í stað þeirrar sem fyrir er. Ný bygging verði allt að 50 cm hærri og allt að 15,4 m² stærri. Engar athugasemdir voru gerðar.

Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.