Krossanesbraut - mótmæli íbúa vegna umferðarþunga og þungaflutninga

Málsnúmer 2018010289

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Mótmæli íbúa við Krossanesbraut vegna umferðarþunga um götuna og sinnuleysis yfirvalda. Meðfylgjandi eru undirskriftarlistar með 50 undirskriftum.
Skipulagsráð vísar málinu til deiliskipulags Holtahverfis sem er í vinnslu. Umferðarmál eru þar til skoðunar.