Akstur bannaður á reiðleiðum - skilti

Málsnúmer 2018020053

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 5. febrúar 2018 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að setja upp skilti í bæjarlandinu sem bannar akstur ökutækja á reiðvegum. Meðfylgjandi er kort sem sýnir staðsetningu.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu umferðarskilta samkvæmt umsókn. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Skipulagsráð vísar erindinu einnig til vinnslu rammaskipulags stíga á Akureyri til nánari skoðunar.