Grímseyjargata 2 og 2a - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010274

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um að fá úthlutað lóðunum Grímseyjargötu 2 og 2a.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um að fá úthlutað lóðunum Grímseyjargötu 2 og 2a.

Jákvæð umsögn Hafnasamlags Norðurlands barst 13. mars 2018.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu en samþykkir að lóðirnar verði auglýstar lausar til umsóknar.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Erindi dagsett 3. september 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Frestað.

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Lagt fram að nýju erindi dagsett 3. september 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagsráð telur að þar sem Búvís ehf., er fyrir með starfsemi í Grímseyjargötu 1 og í mikilli þörf fyrir aukið rými fái umsækjandi Grímseyjargötu 2 úthlutaða.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 343. fundur - 09.09.2020

Tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2020 þar sem Einar Guðmundsson fyrir hönd Búvíss ehf., kt. 590106-1270, sækir um framkvæmdafrest fyrir lóðina Grímseyjargötu 2. Röksemdir í póstinum.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.