Súluvegur/Miðhúsabraut - fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2017030103

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Helga Gunnarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir fyrir hönd Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, kt. 550798-2049, óska eftir að skilgreind verði lóð fyrir starfsemi dýralæknaþjónustunnar á horni Miðhúsabrautar og Súluvegar.
Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að skoða málið sem hluta af endurskoðun aðalskipulagsins.

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Helga Gunnarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir f.h. Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, kt. 550798-2049, óska eftir að skilgreind verði lóð fyrir starfsemi dýralæknaþjónustunnar á horni Miðhúsabrautar og Súluvegar.

Skipulagsráð frestaði erindinu 15. mars 2017 og fól skipulagsstjóra að skoða málið sem hluta af endurskoðun aðalskipulagsins.

Í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 er umrætt svæði skilgreint fyrir Vegagerðina og dýraspítala.
Þar sem lóðin er skilgreind fyrir dýraspítala í komandi Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 samþykkir skipulagsráð að hefja deiliskipulag lóðarinnar.

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 9. mars 2017 þar sem óskað er eftir lóð fyrir dýraspítala á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar.

Deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi þann 28. júlí sl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg án undangenginnar auglýsingar í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut sem tók gildi þann 28. júlí 2022.

Bæjarráð - 3777. fundur - 18.08.2022

Liður 18 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. ágúst 2022:

Erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 9. mars 2017 þar sem óskað er eftir lóð fyrir dýraspítala á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi þann 28. júlí sl.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg án undangenginnar auglýsingar í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut sem tók gildi þann 28. júlí 2022.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut. Lóðarúthlutunin er í samræmi við heimild í 4. mgr. 2.3. gr. í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.