Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Helga Gunnarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir f.h. Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, kt. 550798-2049, óska eftir að skilgreind verði lóð fyrir starfsemi dýralæknaþjónustunnar á horni Miðhúsabrautar og Súluvegar.
Skipulagsráð frestaði erindinu 15. mars 2017 og fól skipulagsstjóra að skoða málið sem hluta af endurskoðun aðalskipulagsins.
Í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 er umrætt svæði skilgreint fyrir Vegagerðina og dýraspítala.