10 ára áætlun fyrir Akureyrarbæ - skipulagssvið

Málsnúmer 2018010270

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem bæjarráð felur fagráðum að vinna að gerð 10 ára áætlunar fyrir Akureyrarbæ og skila til bæjarráðs fyrir 15. mars.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna tillögu að 10 ára áætlun sem taki mið af fjárhagsáætlun fyrir núverandi starfsár ásamt eðlilegri verðþróun. Taka þarf fram hvaða þættir geti breytt þessari mynd - svo sem breytt verkefnastaða, uppkaup lóða eða eigna til niðurrifs eða uppbyggingar.