Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2016110180

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 24. nóvember 2016, þar sem sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar óskar eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Skipulagsnefnd gerir eftirfarandi athugasemd:

Mikilvægt er að gera grein fyrir tengingu aðalskipulagsins við Aðalskipulag Akureyrar, en tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 verður send til umsagnar upp úr áramótunum.

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 24. nóvember 2017 þar sem sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar óskar eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Innsend tillaga 29. nóvember 2017.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við drögin en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir þegar skipulagið kemur til auglýsingar.

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 29. janúar 2018 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar, kt. 410191-2029, leggur fram til kynningar breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna 1 MW vatnsaflsvirkjunar sem fyrirhugað er að reisa í landi Tjarna. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Erindi dagsett 6. júní 2018 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar vekur athygli á tillögu að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem nú er til auglýsingar. Óskað er umsagnar Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að umsögn fyrir næsta fund skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Lagt fram að nýju erindi dagsett 6. júní 2018 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar vekur athygli á tillögu að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 sem nú er til auglýsingar. http://www.esveit.is/is/stjornsysla/frettir/adalskipulag-eyjafjardarsveitar-2018-2030-tillaga-til-auglysingar .

Óskað er umsagnar Akureyrarbæjar. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 20. júní og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að gera tillögu að umsögn.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir við auglýsta tillögu að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.