Stígakerfi Akureyrar - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020129

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Lagt er til að vinna verði hafin við gerð rammaskipulags fyrir stíga á Akureyri.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við rammaskipulag stíga á Akureyri.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Samþykkt var á fundi skipulagsráðs 14. febrúar 2018 að hafin yrði vinna við rammaskipulag stíga á Akureyri.
Kynnt var staða verkefnisins.

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018 - 2030 vegna endurskoðunar á stígakerfi innan sveitarfélagsins. Markmið skipulagsvinnunnar er að setja fram heildar stefnumörkun um stígakerfi Akureyrar.

Á fundinn mætti Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands og kynnti verkefnið, núverandi stöðu og næstu skref.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og skipulagssviði falið að kynna hana samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018 - 2030 vegna endurskoðunar á stígakerfi innan sveitarfélagsins. Markmið skipulagsvinnunnar er að setja fram heildar stefnumörkun um stígakerfi Akureyrar.

Á fundinn mætti Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands og kynnti verkefnið, núverandi stöðu og næstu skref.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og skipulagssviði falið að kynna hana samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lögð fram að lokinni kynningu, lýsing breytingar á aðalskipulagi Akureyrar vegna endurskoðunar á stígakerfi innan sveitarfélagsins. Lýsingin var kynnt með auglýsingu dagsettri 21. nóvember 2018 auk þess sem hún var send til umsagnar. Sex athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma auk umsagna frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsráð vísar fyrirliggjandi athugasemdum og ábendingum í áframhaldandi vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingarinnar.

Skipulagsráð - 316. fundur - 29.05.2019

Arnar Birgir Ólafsson hjá Teiknistofu Norðurlands kynnti stöðu mála í vinnu við endurskoðun á stefnu um stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Skipulagsráð þakkar Arnari fyrir kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Arnar Birgir Ólafsson hjá Teiknistofu Norðurlands kynnti stöðu mála vegna vinnu við endurskoðun á stefnu um stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar Arnari fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Lögð fram til kynningar drög að endurskoðun á stígakerfi í aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Umræður. Skipulagsráð frestar málinu milli funda.

Skipulagsráð - 326. fundur - 13.11.2019

Arnar Birgir Ólafsson hjá Teiknistofu Norðurlands kynnti tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Haukur Árni Björgvinsson verkefnisstjóri mælinga hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna. Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 74. fundur - 06.03.2020

Arnar Birgir Ólafsson frá Teiknistofu Norðurlands kom og kynnti drög að stígaskipulagi fyrir Akureyrarbæ.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunardeildar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2020 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins. Arnar Birgir Ólafssson landslagsarkitekt fór yfir helstu forsendur og ákvæði breytingarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Frístundaráð - 76. fundur - 06.05.2020

Í íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 segir m.a. í aðgerðum varðandi almenningsíþróttir og lýðheilsumál að fylgt verði eftir mótaðri stefnu um uppbyggingu hjólreiðastíga (skv. aðalskipulagi til 2030) og að íbúar verði hvattir til að nýta sér göngu- og hjólreiðastíga í stað vélknúinna ökutækja.

Nú hefur skipulagssvið Akureyrarbæjar sett í kynningu tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytingu stígakerfis Akureyrar, þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 20. maí nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar framkomnum tillögum að breytingum á stígakerfi Akureyrarbæjar. Ráðið vill sérstaklega taka undir þau markmið sem þar koma fram um að auka hlutfall samgönguferða hjólandi og gangandi með bættri aðstöðu. Fjölgun slíkra ferða fellur vel að markmiðum Akureyrarbæjar um að vera heilsueflandi samfélag og dregur úr svifryksmengun. Þá tekur ráðið undir það að mikilvægt sé áfram að bjóða upp á aðlaðandi umhverfi til útivistar allan ársins hring enda er aðstaðan vel nýtt af bæjarbúum.

Um leið gerir frístundaráð athugasemd við að útivistarslóðir séu ekki sýndar á uppdrætti á breytingum, heldur einungis á mynd á bls. 31 í greinargerð. Þetta gæti orðið villandi fyrir bæjarbúa sem telja þá e.t.v. að umferð gangandi sé bönnuð um gömlu brýrnar og stíg í gegnum golfvallarsvæðið. Þá má líka velta fyrir sér hvort leiðin yfir gömlu brýrnar ætti ekki að flokkast sem stígur frekar en slóð.


Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA lagði fram eftirfarandi bókun:

ÍBA fagnar þeirri metnaðarfullu vinnu sem lögð hefur verið fram um nýtt stígakerfi á Akureyri. Skipulagið er vel til þess fallið að efla enn frekar almenningsíþróttir á Akureyri þar sem komið er til móts við gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur.

Öldungaráð - 7. fundur - 08.06.2020

Skipulagsráð óskar eftir umsögn um tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytinga á stígakerfi Akureyrar.
Öldungaráð fagnar því að verið sé að gera breytingar á aðalskipulagi stígakerfis en leggur áherslu á aðskilnað gangandi og hjólandi vegfarenda á stígunum og betri merkingar. Að öðru leyti tekur ráðið undir bókun frístundaráðs.

Skipulagsráð - 338. fundur - 10.06.2020

Lagðar fram til kynningar athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-20130 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins. Var tillagan auglýst skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29. apríl til 20. maí 2020.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna umsögn um fyrirliggjandi athugasemdir og ábendingar í samráði við skipulagsráðgjafa.

Skipulagsráð - 339. fundur - 24.06.2020

Lögð fram drög að svörum við athugasemdum og ábendingum sem bárust eftir kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Lögð fram lagfærð tillaga að svörum við athugasemdum og ábendingum sem bárust við kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að svörum og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að birta svörin ásamt athugasemdum og umsögnum á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan með minniháttar lagfæringum verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá en óskar bókað að hann telji að ekki sé æskilegt að leggja stofnstíg hjólreiða í gegnum miðbæ Akureyrar, eins og ráðgert er í Skipagötu, vegna hættu sem skapast getur fyrir gangandi vegfarendur. Frekar ætti að horfa til þess að hafa blandaða umferð líkt og í göngugötunni sem er vistgata með 10 km hámarkshraða. Æskilegra sé að á þessu svæði liggi stofnstígur samsíða Glerárgötu, aðalumferðargötunni í gegnum bæinn.

Bæjarstjórn - 3478. fundur - 01.09.2020

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. ágúst 2020:

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan með minniháttar lagfæringum verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá en óskar bókað að hann telji að ekki sé æskilegt að leggja stofnstíg hjólreiða í gegnum miðbæ Akureyrar, eins og ráðgert er í Skipagötu, vegna hættu sem skapast getur fyrir gangandi vegfarendur. Frekar ætti að horfa til þess að hafa blandaða umferð líkt og í göngugötunni sem er vistgata með 10 km hámarkshraða. Æskilegra sé að á þessu svæði liggi stofnstígur samsíða Glerárgötu, aðalumferðargötunni í gegnum bæinn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Heimir Haraldsson og Gunnar Gíslason.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Við leggjum ríka áherslu á að öryggi barna sé tryggt og að snjómokstur við skólana verði í forgangi til jafns við stofnstíga. Nú þegar umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er að aukast þá leggjum við til að hægri umferð verði tekin upp og auglýst bæjarbúum í stað þess að skipta blönduðum stígum upp fyrir hjólandi og gangandi umferð með merkingum.

Frístundaráð - 83. fundur - 14.10.2020

Í auglýsingu er nú stígakerfi Akureyrar þar sem heildarskipulag stígakerfisins er endurskoðað. Óskað er eftir umsögnum fyrir 6. nóvember 2020.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir en fagnar því að fram sé komið heildarskipulag á stígakerfi bæjarins.

Ungmennaráð - 10. fundur - 20.10.2020

Stígakerfi Akureyrarbæjar.
Ungmennaráð lýsir yfir ánægju með skipulagið þar sem stígar eru vel skilgreindir og tekið er tillit til allra notendahópa. Ráðið gerir engar athugasemdir.

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útbúa drög að viðbrögðum við efni athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð - 348. fundur - 25.11.2020

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er lögð fram tillaga að viðbrögðum við efni athugasemda og umsagna. Er þar gert ráð fyrir að gerðar verði nokkrar breytingar á skipulagstillögunni til að koma til móts við efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir og umsagnir. Jafnframt að tillaga að umsögn við athugasemdum verði samþykkt en þar er greint frá þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagsgögnum.

Bæjarstjórn - 3485. fundur - 01.12.2020

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. nóvember 2020:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er lögð fram tillaga að viðbrögðum við efni athugasemda og umsagna. Er þar gert ráð fyrir að gerðar verði nokkrar breytingar á skipulagstillögunni til að koma til móts við efni athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir og umsagnir. Jafnframt að tillaga að umsögn við athugasemdum verði samþykkt en þar er greint frá þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagsgögnum.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir og Gunnar Gíslason.
Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason og Þórhallur Jónsson D-lista óska bókað að þau telji að lega stofnstígs hjólreiða í Skipagötu sé ekki æskileg og betra væri að honum verði fundinn annar staður. Það er mat okkar að slíkur stígur á þessum stað gæti valdið slysahættu þar sem um verslunargötu er að ræða.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Heimir Haraldsson S-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Í því miðbæjarskipulagi sem nú er til endurskoðunar skiptir miklu máli að skapa svigrúm fyrir fjölbreytta vegfarendur: gangandi, hjólandi og akandi. Umræddur hjólastígur er við hliðina á umferðargötu og erfitt að sjá hvernig umferð hjólandi sé hættulegri en bílar við þessa sömu verslunargötu.


Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að umsögn vegna innkominna athugasemda.