Skipulagsmál á Oddeyrinni

Málsnúmer 2018010306

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Á fundi sínum þann 25. janúar 2018 vísaði bæjarráð til skipulagsráðs 1. lið úr fundargarð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 18. janúar 2018.

Gunnar Árnason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddi um tillögu að skipulagsmálum á Oddeyrinni þar sem hann hefur fjárfest í nokkrum húsum. Hann hefur rekið sig á það að einungis er gert ráð fyrir íbúðabyggð á Oddeyrinni og því getur hann ekki fengið leyfi fyrir gistihúsarekstri í húsum sínum, þar sem sá rekstur fellur undir atvinnurekstur sem er ekki heimilaður þar nema á mjög afmörkuðum svæðum. Telur hann að þetta verði til þess að ekki verði sú uppbygging á suðurhluta Oddeyrarinnar sem nauðsynleg er. Lítur þannig á að þetta muni leiða til þess að það komi ekki fjárfestar inn á svæðið til að byggja húsnæði á Oddeyrinni upp og telur því nauðsynlegt að suðurhluti Oddeyrarinnar eigi að falla undir blandaða byggð íbúða og atvinnureksturs eins og svæðið meðfram Strandgötu.
Skipulagsráð vísar erindinu til vinnslu rammaskipulags fyrir rekstrarleyfisskylda gistingu á Akureyri.