Umsókn um lóð fyrir matvælafyrirtæki

Málsnúmer 2018020140

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 8. febrúar 2018 þar sem Ágúst Torfi Hauksson fyrir hönd Norðlenska matborðsins ehf., kt. 500599-2789, sækir um lóð undir starfsemi sína innan bæjarmarka Akureyrarbæjar. Lóðin þarf að vera 20.000 m² og byggingarmagn um 5-6.000 m².
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni skipulagsráðs að ræða við umsækjanda um mögulegar staðsetningar.