Hlíðarfjall - uppbygging heilsárs starfsemi

Málsnúmer 2018020052

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Arnór Þórir Sigfússon og Auðunn Elísson fulltrúar Hlíðarhryggs ehf., kt. 560816-1700, komu á fundinn og kynntu undirbúning á uppbyggingu fjölbreyttrar heilsárs starfsemi í Hlíðarfjalli.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Bæjarráð - 3616. fundur - 08.11.2018

Rædd drög að skýrslu Hlíðarhryggs ehf. um möguleika á uppbyggingu í Hlíðarfjalli sem alhliða og heilsárs útivistar- og afþreyingarstaðar.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra samfélagssviðs og framkvæmdastjóra AFE að vinna áfram að málinu, afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð fyrir nóvemberlok.

Bæjarráð - 3621. fundur - 13.12.2018

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 8. nóvember 2018.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mættu á fund bæjarráðs og kynntu minnisblað sitt dagsett 6. desember 2018.

Bæjarráð - 3638. fundur - 16.05.2019

Rætt um Hlíðarhrygg og framtíðaruppbyggingu í Hlíðarfjalli.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra samfélagssviðs að ræða við forsvarsmenn Hlíðarhryggs ehf. um málið.

Bæjarráð - 3654. fundur - 26.09.2019

Rætt um Hlíðarhrygg ehf. og framtíð félagsins.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir kaup á skýrslu um undirbúning fyrir alhliða starfsemi í Hlíðarfjalli sem unnin var af Hlíðarhrygg ehf. og þakkar þeim samstarfið. Bæjarráð felur jafnframt sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra samfélagssviðs að útbúa viðauka vegna málsins.