Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - dælustöð við Sjafnargötu

Málsnúmer 2018010429

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 til að gert verði ráð fyrir dælustöð fráveitu sem mun þjónusta athafnasvæðið við Sjafnargötu.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði afgreidd sem óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa verulegar breytingar á landnotkun í för með sér, ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Fyrir liggur að afgreiða Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 á sama hátt í samræmi við innkomna athugasemd og tillögu að svari við henni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn - 3429. fundur - 20.02.2018

11. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. febrúar 2018:

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 til að gert verði ráð fyrir dælustöð fráveitu sem mun þjónusta athafnasvæðið við Sjafnargötu.

Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði afgreidd sem óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa verulegar breytingar á landnotkun í för með sér, ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Fyrir liggur að afgreiða Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 á sama hátt í samræmi við innkomna athugasemd og tillögu að svari við henni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.