Akureyrarflugvöllur - aðflugsbúnaður

Málsnúmer 2018020138

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 7. febrúar 2018 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Isavia ohf., kt. 550210-0370, spyrst fyrir um hvort leyft yrði að setja upp aðflugsbúnað/loftnetsbúnað með tveimur smáhýsum 12 m² hvort, aðflugssendi, stefnuvita og landfyllingu innan flugvallarlóðar samkvæmt meðfylgjandi teikningu miðað við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsráð telur að umræddar framkvæmdir falli innan gildandi deiliskipulags flugvallarins og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum þegar hún berst.

Bæjarráð - 3603. fundur - 19.07.2018

Rætt um aðflugsbúnað á Akureyrarflugvelli og aðstöðu fyrir flugfarþega í tengslum við millilandaflug.
Bæjarráð harmar þá stöðu sem uppsetning á ILS aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll er komin í. Frekari tafir á uppsetningu búnaðarins geta haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir starfsemi ferðaþjónustu á Akureyri og Norðurlandi öllu. Bæjarráð skorar á ríkisvaldið ásamt ISAVIA að hefja framkvæmdir án frekari tafa og efna þannig áður gefin loforð.

Þá skipar bæjarráð Höllu Björk Reynisdóttur og Hlyn Jóhannsson sem fulltrúa Akureyrarbæjar í starfshóp um aðstöðu fyrir flugfarþega í tengslum við millilandaflug og óskar eftir að Markaðsstofa Norðurlands og Akureyrarflugvöllur skipi fulltrúa í starfshópinn.