Aðveita frá Hjalteyri - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2018010368

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 25. janúar 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hluta nýrrar aðveitulagnar frá Hjalteyri til Akureyrar. Um er að ræða kaflann frá Þórunnarstræti að Glerá. Meðfylgjandi er yfirlýsing Eikar fasteignafélags vegna lagningar aðveitulagnar inn á lóð Gleráreyra 1. Einnig kort af fyrirhugaðri legu.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar þar sem meðferð yrði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi dagsett 20. febrúar 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 1. áfanga nýrrar hitaveitulagnar frá Hjalteyri. 1. áfangi er frá suðurbakka Glerár til norðurs. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð frestar erindinu þar til Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 hefur hlotið staðfestingu.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Erindi dagsett 26. apríl 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að fundin verði leið til að hefja framkvæmdir við nýja aðveituæð frá Hjalteyri sem fyrst.
Skipulagsráð frestar erindinu þar til nýtt Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 hefur tekið gildi.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 26. apríl 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að fundin verði leið til að hefja framkvæmdir við nýja aðveituæð frá Hjalteyri sem fyrst. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 2. maí 2018.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við aðallögn hitaveitu frá gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar að gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis, sem er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sem hefur hlotið staðfestingu, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.