Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Lagt er til að vinna verði hafin við gerð rammaskipulags fyrir gistingu á Akureyri.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði gerð rammaskipulags fyrir rekstrarleyfisskylda gistingu á Akureyri.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Skipulagsráð samþykkti á fundi 14. febrúar 2018 að hafin yrði gerð rammaskipulags fyrir rekstrarleyfisskylda gistingu á Akureyri. Lögð eru fram drög að greinargerð dagsett 15. maí 2018 unnin af Alta ráðgjafafyrirtæki ásamt minnisblaði byggingarfulltrúa frá fundi með Alta.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. nóvember 2018 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að setja upp tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. desember 2018 þar sem fram koma tillögur að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 varðandi rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér að heimilt verði að endurnýja leyfi gististaða á íbúðarsvæðum sem hafa verið með gilt rekstrarleyfi til þessa. Miðast slík endurnýjun við að umfang starfseminnar aukist ekki frá því sem verið hefur. Að mati skipulagsráðs er þessi breyting óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem eingöngu er verið að heimila áfram núverandi landnotkun og hefur hún því ekki mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Jafnframt felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna áfram að frekari endurskoðun rekstrarleyfisskyldrar gistingar á íbúðarsvæðum á Akureyri.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. desember 2018:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. desember 2018 þar sem fram koma tillögur að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 varðandi rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér að heimilt verði að endurnýja leyfi gististaða á íbúðarsvæðum sem hafa verið með gilt rekstrarleyfi til þessa. Miðast slík endurnýjun við að umfang starfseminnar aukist ekki frá því sem verið hefur. Að mati skipulagsráðs er þessi breyting óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem eingöngu er verið að heimila áfram núverandi landnotkun og hefur hún því ekki mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Jafnframt felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna áfram að frekari endurskoðun rekstrarleyfisskyldrar gistingar á íbúðarsvæðum á Akureyri.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 314. fundur - 24.04.2019

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 17. apríl 2019 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna breytingar á stefnu í aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Lögð fram að nýju tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna breytingar á stefnu aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Tekið til umræðu.

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Lögð fram endurbætt tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breytingar á stefnu aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3460. fundur - 01.10.2019

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. september 2019:

Lögð fram endurbætt tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breytingar á stefnu aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Þórhallur Jónsson, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn) og Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn).
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 326. fundur - 13.11.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Lýsing var kynnt með auglýsingu sem birtist 9. október 2019. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun og Slökkviliði Akureyrar.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að fyrir minni gistiheimili verði að minnsta kosti 1 bílastæði fyrir hver tvö gistirými.

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og feli skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn - 3467. fundur - 04.02.2020

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. janúar 2020:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og feli skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs. Einnig tók til máls Sóley Björk Stefánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráð - 335. fundur - 22.04.2020

Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Tillagan var auglýst þann 4. mars 2020 með athugasemdafresti til 15. apríl 2020.

Ein athugasemd barst.

Lögð var fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svari við athugasemd.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt svari við athugasemd verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3474. fundur - 05.05.2020

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. apríl 2020:

Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Tillagan var auglýst þann 4. mars 2020 með athugasemdafresti til 15. apríl 2020.

Ein athugasemd barst.

Lögð var fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svari við athugasemd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt svari við athugasemd verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu um breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt tillögu að svari við athugasemd.