Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3719. fundur - 11.03.2021

Rætt um vinnuferli og tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2021 vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlunar árin 2023-2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3721. fundur - 25.03.2021

Rætt um vinnuferli og tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2021 vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlunar árin 2023-2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir, með fimm samhljóða atkvæðum, framlögð drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar.

Öldungaráð - 14. fundur - 03.05.2021

Lögð fram til kynningar tímalína fjárhagsáætlunar 2022.
Öldungaráð felur formanni, varaformanni og starfsmanni að undirbúa áhersluatriði ráðsins gagnvart fjárhagsáætlun fyrir fund með bæjarstjórn sem er fyrirhugaður þann 27. maí nk.

Bæjarráð - 3729. fundur - 03.06.2021

Rætt um drög að fjárhagsramma fyrir fjárhagsáætlun 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3730. fundur - 10.06.2021

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma fyrir fjárhagsáætlun 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Velferðarráð - 1340. fundur - 16.06.2021

Lögð fram til kynningar gögn vegna fjárhagsáætlunar 2022.

Bæjarráð - 3736. fundur - 26.08.2021

Farið yfir stöðu mála.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3739. fundur - 16.09.2021

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði og Andri Teitsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3740. fundur - 23.09.2021

Lögð fram drög að framkvæmda- og viðhaldsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðmaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds hjá umhverfis- og mannvirkjasviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Eva Hrund Einarsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 9:00 og Andri Teitsson tók hennar sæti á fundinum.

Öldungaráð - 16. fundur - 27.09.2021

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð - 3741. fundur - 30.09.2021

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun með sviðsstjórum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði og Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Andri Teitsson bæjarfulltrúi sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir aðalsjóð, sameiginlegan kostnað, skipulagsmál, velferðarmál og æskulýðs- og íþróttamál.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir skipulagsmál, velferðarmál, æskulýðs- og íþróttamál og fræðslumál.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagsviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun skipulagssviðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri velferðarssviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun velferðarsviðs.

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Pálína Dagný Guðnadóttir starfandi forstöðumaður sundlauga sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun æskulýðs- og íþróttamála.

Þorlákur Axel Jónsson varaformaður fræðsluráðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrar á fræðslusviði sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun fræðslumála.
Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 13:50.

Bæjarráð - 3742. fundur - 04.10.2021

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun með sviðsstjórum.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins á Akureyri og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu sátu fundinn undir umræðum um áætlun fyrir menningarmál, atvinnu- og markaðsmál.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir umræðum um áætlun allra þátta sviðsins.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir slökkvilið.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir hreinlætis- og umhverfismál.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrar sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir umferðar- og samgöngumál.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir umferðar- og samgöngumál, viðhald og framkvæmdir fasteigna og félaglegra íbúða og umhverfismiðstöðvar.

Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir umhverfismiðstöð, bifreiðastæðasjóð og strætisvagna.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir bifreiðastæðasjóð.

Engilbert Ingvarsson verkefnastjóri hjá SVA sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir strætisvagna.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 10:20.
Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 11:15.

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3744. fundur - 21.10.2021

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3745. fundur - 28.10.2021

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3746. fundur - 04.11.2021

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Auk þeirra sat Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs fundinn meðan rætt var um framkvæmdaáætlun og Pétur Ólafsson hafnarstjóri og Þorsteinn Hlynur Jónsson formaður stjórnar Hafnasamlags Norðurlands sátu fundinn meðan rætt var um málefni hafnasamlagsins.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir vék af fundi kl. 09:50.
Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 11:02.

Bæjarráð - 3747. fundur - 11.11.2021

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðmaður hag- og áætlanadeildar og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Þorlákur Axel Jónsson formaður fræðsluráðs sátu fundinn meðan áætlun fræðslumála var rædd.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2022-2025 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Þórhallur Jónsson kom til fundar kl. 09:42.
Eva Hrund Einarsdóttir vék af fundi kl. 09:49.

Bæjarstjórn - 3502. fundur - 16.11.2021

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. nóvember 2021:

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðmaður hag- og áætlanadeildar og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Þorlákur Axel Jónsson formaður fræðsluráðs sátu fundinn meðan áætlun fræðslumála var rædd.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2022-2025 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Haraldsson, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3749. fundur - 25.11.2021

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og Andri Teitsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrar fræðslusviðs sátu fundinn meðan rætt var um áætlun viðkomandi sviðs.

Bæjarráð - 3750. fundur - 02.12.2021

Ásthildur Sturludóttir mætti til fundar kl. 9:10.
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Þórhallur Jónsson og Eva Hrund Einarsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3751. fundur - 09.12.2021

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3503. fundur - 14.12.2021

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.

Í umræðum tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Þórhallur Jónsson.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2022

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2023

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2024

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2025

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2022-2025


A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð


B-hluta stofnanir:

Félagslegar íbúðir

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Hlíðarfjall

Norðurorka hf.

Strætisvagnar Akureyrar


Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2022 að fjárhæð -1.613.762 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2022 að fjárhæð 13.025.169 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


A-hluta stofnanir:

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2022 að fjárhæð 98.961 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2022 að fjárhæð 511.196 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2022 að fjárhæð -11.187 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.


Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2022 að fjárhæð

-1.014.793 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 36.996.270 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2022 eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 39.335 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 122 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -28.828 þús. kr.

IV. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða 0 kr.

V. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 141.852 þús. kr.

VI. Hlíðarfjall, rekstarniðurstaða 11 þús. kr.

VII. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 332.206 þús. kr.

VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 15 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2022 að fjárhæð -623.522 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2022 að fjárhæð 61.377.872 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2022:

Aðalsjóður 1.408.000 þús. kr.

A-hluti 1.828.000 þús. kr.

B-hluti 1.533.743 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 3.361.743 þús. kr.

Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2022 lagðar fram:


a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.


a) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.


b) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2022

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2022. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.


c) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Forseti lýsir því yfir að 9. liður dagskrárinnar ásamt 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 9. desember 2021 séu þar með afgreiddir.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Í ljósi þess hversu illa hefur gengið að ná rekstri Akureyrarbæjar í sjálfbært horf allt frá efnahagshruni tel ég afar mikilvægt að á næstu árum verði haldið áfram að gæta verulegs aðhalds í rekstri með þeim áherslum sem núverandi bæjarstjórn hefur sett í samstarfssáttmála sínum um að standa vörð um viðkvæma hópa samfélagsins og setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang. Í þessu ljósi vil ég benda á að Akureyrarbær ver mun hærri fjárhæð per íbúa til æskulýðs- og íþróttamála en öll önnur sveitarfélög af sambærilegri stærð. Á sama tíma ver Akureyrarbær lægri fjárhæð per íbúa til fræðslu- og uppeldismála en sambærileg sveitarfélög. Ég tel mikilvægt að á næstu misserum verði horft til þess að ná fram hagræðingu í rekstri íþróttamála með það að markmiði að útgjöld verði í takt við sveitarfélög af sambærilegri stærð.

Bæjarráð - 3762. fundur - 10.03.2022

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3508. fundur - 15.03.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. mars 2022:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3765. fundur - 31.03.2022

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ásthildur Sturludóttir mætti til fundar kl. 9:26

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 31. mars 2022:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 2 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3773. fundur - 23.06.2022

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. júní 2022:

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3.

Bæjarráð - 3777. fundur - 18.08.2022

Lagður fram viðauki 4.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 4.

Bæjarráð - 3777. fundur - 18.08.2022

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 5.

Bæjarráð - 3780. fundur - 15.09.2022

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 upp á kr. 8.000.000 vegna framkvæmda við ljósleiðara til Hríseyjar og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3515. fundur - 20.09.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. september 2022:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 6 upp á kr. 8.000.000 vegna framkvæmda við ljósleiðara til Hríseyjar og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 6 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3784. fundur - 20.10.2022

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 upp á kr. 43.700.000 vegna aukinna framlaga til NPA samninga og aukins launakostnaðar í leikskólum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3518. fundur - 01.11.2022

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. október 2022:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 7 upp á kr. 43.700.000 vegna aukinna framlaga til NPA samninga og aukins launakostnaðar í leikskólum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 7 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3792. fundur - 15.12.2022

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð kr. 57.950.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er tilkominn vegna breytingar á launaáætlun grunnskóla, móttöku flóttabarna, leiðréttingar á launaáætlun Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg og leiðréttingar á samningi við Menningarfélag Akureyrar vegna ársins 2021.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. desember 2022:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð kr. 57.950.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er tilkominn vegna breytingar á launaáætlun grunnskóla, móttöku flóttabarna, leiðréttingar á launaáætlun Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg og leiðréttingar á samningi við Menningarfélag Akureyrar vegna ársins 2021.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 8 með 10 samhljóða atkvæðum.