Öldungaráð

16. fundur 27. september 2021 kl. 09:00 - 10:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir
  • Guðný Friðriksdóttir
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Guðný Friðriksdóttir D-lista mætti í forföllum Elíasar Gunnars Þorbjörnssonar.
Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi HSN boðaði forföll.

1.Starfsemi félagsmiðstöðvanna Birtu og Sölku

Málsnúmer 2021091140Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála kynnti starfsemi í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku.
Öldungaráð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla dagskrá.

2.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Sigríður Stefánsdóttir varaformaður gerðu grein fyrir vinnu stýrihóps um aðgerðaáætlun eldri borgara.
Öldungaráð þakkar Bjarka og Sigríði fyrir kynninguna.

Öldungaráð ítrekar bókun frá síðasta fundi þar sem hvatt var til að settur verði kraftur í aðgerðaáætlun þannig að hægt verði að taka mið af tillögum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 10:20.