Bæjarráð

3792. fundur 15. desember 2022 kl. 08:15 - 10:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2022

Málsnúmer 2022042594Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tíu mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - viðauki

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð kr. 57.950.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er tilkominn vegna breytingar á launaáætlun grunnskóla, móttöku flóttabarna, leiðréttingar á launaáætlun Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg og leiðréttingar á samningi við Menningarfélag Akureyrar vegna ársins 2021.

3.Reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2022011232Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrkveitingar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4.Kauptilboð í landskika til stækkunar á Hálöndum

Málsnúmer 2022030474Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. desember 2022 frá Helga Erni Eyþórssyni f.h. SS. Byggis þar sem lagt er fram kauptilboð og ósk um að taka upp viðræður um uppbyggingu orlofsbyggðar við Hálönd.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar tilboðinu og vísar erindinu að öðru leyti til skipulagsráðs.

5.Betri vinnutími - Þrastarlundur

Málsnúmer 2021041144Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að framlengingu á tímabundnu samkomulagi við Einingu-Iðju til áramóta vegna innleiðingar á Betri vinnutíma í Þrastarlundi.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að tímabundið samkomulag við Einingu-Iðju verði framlengt til 28. febrúar 2023.

6.Kjaraviðræður

Málsnúmer 2022120476Vakta málsnúmer

Umfjöllun um gildistíma kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og komandi kjaraviðræður.

Halla Margrét Tryggvadótir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Kjarasamningsumboð Akureyrarbæjar til Sambands íslenskra sveitarfélga

Málsnúmer 2022110936Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu samkomulag um umboð Akureyrarbæjar til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna gerðar kjarasamninga við stéttarfélög.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir kjarasamningsumboðið og felur bæjarstjóra að skrifa undir samningsumboðið.

8.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2022-2023

Málsnúmer 2022120528Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 12. desember 2022 frá matvælaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Grímseyjar og Hríseyjar fiskveiðiárið 2022-2023. Sveitarfélögum er gefinn frestur til 13. janúar nk. að senda ráðuneytinu tillögur að sérreglum um byggðakvóta í einstökum byggðarlögum.
Bæjarráð óskar eftir að veitt verði undanþága í 6. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022-2023. Óskað er eftir því að vinnsluskylda á byggðakvóta verði felld niður í sérreglum Akureyrarbæjar um úthlutun byggðakvóta í Grímsey.


Rökin fyrir beiðninni eru einkum eftirfarandi: Grímsey hefur verið skilgreind sem brothætt byggð og er hluti af samnefndu verkefni á vegum Byggðastofnunar. Í dag er engin vinnsla starfandi í Grímsey en landaður afli er umtalsverður og er hann fluttur í burtu til vinnslu í landi.


Ekki hefur verið talinn grundvöllur til að reka vinnslu í eyjunni með það magn sem þar kemur á land í dag. Í dag eru nánast allir þeir sem stunda sjósókn og landa í Grímsey búsettir í eyjunni og allar útgerðirnar sem þar landa eru með lögheimili í eyjunni. Það þjónar hagsmunum byggðarinnar í Grímsey að vinnsluskyldan verði felld niður í ljósi núverandi stöðu annars yrði engum byggðakvóta úthlutað í eyjunni.


Ekki er óskað eftir breytingum á reglugerð um úthlutun byggðakvóta í Hrísey.

9.Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi

Málsnúmer 2022120324Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna á vef Þjóðskjalasafns Íslands. Frestur til að skila inn umsögn við regludrögin er til og með 2. janúar 2023. Umsagnir og fyrirspurnir skal senda á skjalavarsla@skjalasafn.is.

Fundi slitið - kl. 10:45.