Bæjarráð

3750. fundur 02. desember 2021 kl. 08:15 - 11:26 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Ásthildur Sturludóttir mætti til fundar kl. 9:10.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Þórhallur Jónsson og Eva Hrund Einarsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara lögð fram til umræðu.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 4. nóvember sl. þar sem því var vísað til umræðu um gerð fjárhagsáætlunar 2022. Málið var einnig á dagskrá öldungaráðs þann 9. nóvember sl. og skoraði ráðið á bæjarráð að það samþykki áætlunina formlega, vísi kostnaði til fjárhagsáætlunargerðar, en samþykki aðra þætti.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Eva Hrund Einarsdóttir formaður frístundaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með vinnu starfshópsins og samþykkir framlagða aðgerðaáætlun að undanskilinni aðgerð vegna hreystitækja sem vísað er til nánari greiningar hjá umhverfis- og mannvirkjasviði. Gert er ráð fyrir 20,3 milljónum króna vegna aðgerðaáætlunarinnar í fjárhagsáætlun ársins 2022.

3.Álagning gjalda - útsvar 2022

Málsnúmer 2021111531Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2022 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að útsvar verði 14,52% á árinu 2022 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2022

Málsnúmer 2021111533Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2022 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2022 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2021111533Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Norðurorka - verðskrá 2022

Málsnúmer 2016090189Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. nóvember 2021 frá Norðurorku hf. þar sem tilkynnt er um breytingar á verðskrá vatns- og fráveitu Norðurorku hf. frá 1. janúar 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2021

Málsnúmer 2021061907Vakta málsnúmer

Lagðir fram lánssamningar frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna tveggja lána til Akureyrarbæjar að fjárhæð samtals kr. 700 milljónir. Annars vegar er um að ræða 500 milljóna króna lán til fjármögnunar á framkvæmdum og endurfjármögnun afborgana eldri lána og hins vegar er 200 milljóna króna lán til fjármögnunar uppbyggingar göngu- og hjólastíga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar lántöku á fyrsta græna láni sveitarfélagsins, það markar ánægjuleg tímamót að Akureyrarbær taki sitt fyrsta græna lán vegna umhverfisvænna fjárfestinga s.s. stígagerðar, stétta og göngu- og hjólabrúa.

Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til afgreiðslu.

Stefnan var samþykkt af stjórn Akureyrarstofu 9. júní sl. og vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Bæjarráð frestaði afgreiðslu stefnunnar á fundi sínum 10. júní sl. og vísaði henni til umsagnar öldungaráðs og ungmennaráðs. Þær umsagnir liggja nú fyrir.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir safnastefnuna og aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2020-2024

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar fundargerð 148. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 3. nóvember 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umhverfis- og mannvirkjasvið í samræmi við umræður á fundinum.

10.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2020-2029

Málsnúmer 2020040168Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar fundargerð 36. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 22. september 2021.

Fundi slitið - kl. 11:26.