Bæjarráð

3749. fundur 25. nóvember 2021 kl. 08:15 - 12:59 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og Andri Teitsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrar fræðslusviðs sátu fundinn meðan rætt var um áætlun viðkomandi sviðs.

2.Viðaukar og tilfærslur 2021

Málsnúmer 2021061742Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. nóvember 2021:

Lagt fram minnisblað varðandi tilfærslu innan viðhaldsáætlunar fasteigna og leiguíbúða, færslu innan Klappa milli ára og hækkun og færslu milli ára í Lundarskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði:


Leikskólinn Klappir

43 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá fjárfestingaráætlun 2020 til 2021.

50 milljónir kr. - Viðauki vegna verðbóta við verksamning og hærri fjármagnskostnaðar á byggingartíma.

17 milljónir kr. - Viðauki vegna aukins framkvæmdakostnaðar við verkið.

Samtals viðauki á árinu kr. 110 milljónir.


Lundarskóli

107 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá fjárfestingaráætlun 2022 til 2021.


Viðhald fasteigna

25 milljónir kr. - Tilfærsla á fjármagni frá viðhaldsáætlun fasteigna Akureyrarbæjar yfir í viðhaldsáætlun leiguíbúða Akureyrarbæjar.


Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar, Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

3.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2021

Málsnúmer 2021050655Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 10 mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og Andri Teitsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Andri Teitsson vék af fundi kl. 11:51.

4.Samningur við MAk 2021 - 2023

Málsnúmer 2021051151Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 12. október 2021:

Samningur við MAk lagður fram til samþykktar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum og vísar honum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita samninga um leigu á Samkomuhúsinu og Hofi.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

5.Málefni barnaheimilis á Hjalteyri 1972-1979

Málsnúmer 2021111237Vakta málsnúmer

Rætt um málefni barnaheimilis sem rekið var á Hjalteyri á árunum 1972-1979. Á sínum tíma óskaði Akureyrarbær eftir því að gerð yrði rannsókn á starfseminni en Barnaverndarráð Íslands hafnaði því.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrarbæjar leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að fram fari ítarleg, opinber rannsókn á rekstri barnaheimilisins í Richardshúsi á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar og aðbúnaði barna sem þar voru vistuð.

Árið 1977 óskaði þáverandi félagsmálastjóri Akureyrar formlega eftir því við Barnaverndarráð Íslands að aðbúnaður barna á heimilinu yrði kannaður. Þeim ábendingum var ekki sinnt sem skyldi og í raun komið í veg fyrir að slík athugun færi fram. Af frásögnum fólks sem dvaldi í barnæsku á heimilinu má hins vegar ljóst vera að grunur félagsmálastjóra Akureyrar um slæman aðbúnað barna í Richardshúsi var á rökum reistur.

Tekið skal fram að Akureyrarbær kom á engan hátt að rekstri barnaheimilisins á Hjalteyri en barnaverndaryfirvöld sveitarfélagsins sendu á sínum tíma börn þangað til lengri eða skemmri dvalar.

Bæjarráð Akureyrarbæjar telur brýnt að leitt verði í ljós hið fyrsta hvað fram fór á heimilinu og hvers vegna var látið hjá líða að bregðast við beiðni félagsmálastjóra Akureyrar um skoðun á aðbúnaði barna þar.

6.Sumarstörf fyrir námsmenn - átaksverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2021041197Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að breytingum á fjárhagsáætlun vegna atvinnuátaksverkefnis fyrir námsmenn sumarið 2021 í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á fjárhagsáætlun og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

7.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 267. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 22. október 2021.

8.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 2021011468Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar stjórnar SSNE dagsett 10. nóvember 2021.

Fundi slitið - kl. 12:59.