Bæjarráð

3729. fundur 03. júní 2021 kl. 08:15 - 12:03 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Stjórnsýslubreytingar 2021

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Rætt um skipulagsbreytingar.

Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafar hjá Strategíu ehf., Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja tillögur fyrir næsta fund ráðsins.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Rætt um drög að fjárhagsramma fyrir fjárhagsáætlun 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Iðnaðarsafnið á Akureyri - beiðni um fjárstuðning

Málsnúmer 2020110905Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 27. maí 2021:

Beiðni um fjárstuðning við rekstur Iðnaðarsafnsins á árinu 2021.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð 2.000.000 kr.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar Akureyrarstofu með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

4.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2021

Málsnúmer 2019120027Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 27. maí 2021:

Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál lagður fram til kynningar.

Svigrúm til verkefna menningarsamnings eykst um 25 m.kr. á milli ára.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að 2,3 m.kr. fari árlega til Listasafnsins til skráningar listaverka í gagnagrunn. Áætlað er að 22,7 m.kr. fari til annarra verkefna samningsins.

Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð 15 m.kr.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar Akureyrarstofu með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

5.Skíðafélag Akureyrar - Andrés andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2021 frá undirbúningsnefnd Andrésar andarleikanna 2021. Leikunum var aflýst um sólarhring áður en þeir áttu að hefjast vegna sóttvarnatilmæla frá yfirvöldum. Nefndin óskar eftir að 650 þús. kr. fjárframlag Akureyrarbæjar standi í ár þrátt fyrir að ekki hafi orðið af leikunum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að greiða framlag skv. samningi enda er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

6.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 17. maí 2021:

Útboðsgögn lögð fram til samþykktar.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra samfélagssviðs, bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að uppfæra gögnin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 10:48.

7.Lóð Bifreiðastöðvar Oddeyrar (BSO)

Málsnúmer 2020090447Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. apríl 2021 þar sem Sunna Axelsdóttir héraðsdómslögmaður, f.h. BSO, ítrekar framkomin sjónarmið og röksemdir og að allur réttur sé áskilinn til að aðhafast frekar hvað það varðar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. mars sl. og var bæjarlögmanni og sviðsstjóra skipulagssviðs þá falið að kynna forsvarsmönnum BSO fyrirhugaða ákvörðun bæjarráðs og veita þeim tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu er frestað og bæjarlögmanni falið að afla frekari gagna.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi kl. 11:02.

8.HGH verk ehf. - Lóð við Þingvallastræti lóðanr. 149789 og við Súluveg lóðanr. 149595

Málsnúmer 2015060134Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir og sjónarmið HGH ehf. eftir bókun bæjarráðs 25. mars sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu er frestað og bæjarlögmanni falið að afla frekari gagna.

9.Íbúakosning um skipulag Oddeyrar

Málsnúmer 2021031584Vakta málsnúmer

Kynntar og ræddar niðurstöður ráðgefandi íbúakosningar um skipulag Oddeyrar.

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

10.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2020-2024

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 27. maí 2021 ásamt skýrslu ráðsins fyrir liðið starfsár.

11.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 260. og 261. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsettar 27. apríl 2021 og 21. maí 2021.

Fundi slitið - kl. 12:03.