Bæjarráð

3745. fundur 28. október 2021 kl. 08:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun UMSA 2022

Málsnúmer 2021081199Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 22. október 2021:

Farið yfir framkvæmdaáætlun 2022 í fasteignum Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða framkvæmdaráætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2021

Málsnúmer 2021080626Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.HGH verk ehf. - Lóð við Þingvallastræti lóðanr. 149789 og við Súluveg lóðanr. 149595

Málsnúmer 2015060134Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Lóð Bifreiðastöðvar Oddeyrar (BSO)

Málsnúmer 2020090447Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Fjölsmiðjan á Akureyri

Málsnúmer 2021101901Vakta málsnúmer

Umfjöllun um réttindi og kjör ungs fólks í Fjölsmiðjunni á Akureyri.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og lögfræðingi velferðarsviðs að vinna að gerð samkomulags við Einingu-Iðju vegna ungmenna í starfsþjálfun í Fjölsmiðjunni.

7.Verklagsreglur um ritun fundargerða og birtingu fylgigagna með fundargerðum - endurskoðun 2021

Málsnúmer 2021100443Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á verklagsreglum um ritun fundargerða. Fyrst og fremst er um að ræða aðlögun reglnanna að útgefnum leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um ritun fundargerða sveitarstjórna. Helstu breytingar eru að framvegis verða fundargerðir aðeins skráðar, undirritaðar og varðveittar með rafrænum hætti.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að verklagsreglum um fundarritun og birtingu fylgigagna með fundargerðum.

8.Kosningar til ungmennaráðs

Málsnúmer 2020110220Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð ungmennaráðs dagsettri 14. október 2021:

Fyrirkomulag og framkvæmd kosninga í ungmennaráð í nóvember 2021.

Ákveðið var að hafa kosningarnar með sama fyrirkomulagi og í fyrra fáist samþykki fyrir því hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir ákvörðun ungmennaráðs um framkvæmd kosninga í ungmennaráð 2021.

9.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 2021011468Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar stjórnar SSNE dagsett 13. október 2021.

Fundargerðir stjórnarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne

Fundi slitið.