Málsnúmer 2020110104Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. júní 2022:
Allt frá árinu 2019 hefur verið unnið að því skoða hvernig standa megi að uppbyggingu á lóðunum Norðurgötu 5-7 og enduruppbyggingu lóðarinnar Norðurgötu 3. Að mati skipulagsráðs hefur ein meginforsenda málsins verið að spennistöð á svæðinu verði fjarlægð og ný stöð byggð í stað hennar á öðrum stað. Nú hefur tekið gildi deiliskipulagsbreyting fyrir nýja spennistöðvarlóð við Strandgötu og er því hægt að hefja undirbúning að niðurrifi núverandi spennistöðvar í samráði við Norðurorku og jafnframt hefja undirbúning að byggingu nýrrar stöðvar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að hafinn verði undirbúningur að niðurrifi spennistöðvar í Norðurgötu í samvinnu við Norðurorku, byggt á meðfylgjandi tillögu að kostnaðarskiptingu. Í henni felst einnig að Norðurorka afhendi Akureyrarbæ núverandi spennistöðvarlóð við Norðurgötu og fái í staðinn lóð við Strandgötu til uppbyggingar á nýrri spennistöð. Er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarlögmann og Norðurorku.