Bæjarstjórn

3515. fundur 20. september 2022 kl. 16:00 - 17:06 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
 • Hlynur Jóhannsson
 • Brynjólfur Ingvarsson
 • Gunnar Már Gunnarsson
 • Gunnar Líndal Sigurðsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Hulda Elma Eysteinsdóttir
 • Lára Halldóra Eiríksdóttir
 • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
 • Ásrún Ýr Gestsdóttir
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 - árshlutauppgjör

Málsnúmer 2022090397Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. september 2022:

Lagt fram árshlutauppgjör janúar-júní 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristjana Hreiðarsdóttir aðalbókari sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Gunnar Líndal Sigurðsson sat fundinn undir þessum lið og þá var Hulda Elma Eysteinsdóttir í fjarfundi.

Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti árshlutauppgjörið.

Í umræðum tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn staðfestir árshlutauppgjörið með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. september 2022:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 6 upp á kr. 8.000.000 vegna framkvæmda við ljósleiðara til Hríseyjar og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 6 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Hafnarstræti 16 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021041151Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna. Tillagan var kynnt samhliða kynningu á breytingu á deiliskipulagi Innbæjar. Ellefu athugasemdir bárust við sameiginlega kynningu og eru þær lagðar fram undir fundarlið nr. 6 ásamt umsögnum frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu deiliskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Í umræðum tók til máls Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi miðbæjar verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu deiliskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

4.Hafnarstræti 16 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022061609Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna Hafnarstrætis 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðarkjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á leiksvæði. Ellefu athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

5.Austursíða 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022090301Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:

Erindi dagsett 7. september 2022 þar sem Baldur Óli Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Austursíðu. Breytingin felst í eftirfarandi:

1) lóðinni verði skipt í þrjár lóðir. Ný lóð við gatnamót Síðubrautar og Austursíðu fái staðfangið Austursíða 4 og ný lóð við gatnamót Síðubrautar og Hörgárbrautar fái staðfangið Austursíða 6.

2) skilgreindur verði nýr byggingarreitur fyrir þjónustuhús á einni hæð á lóð Austursíðu 4.

3) skilgreindur verði nýr byggingarreitur fyrir þjónustuhús á einni hæð við Austursíðu 6.

4) gerð verði ný aðkoma frá Síðubraut.

5) byggingarreitur á lóð Austursíðu 2 verði þrengdur um 11 m.

6) vestari innkeyrsla frá Austursíðu verði sameiginleg öllum þremur lóðunum. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með þeirri breytingu að vinstri beygjur inn á lóðina frá Síðubraut verði ekki heimilar heldur eingöngu hægri beygjur inn og út af lóðinni. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeirri breytingu að vinstri beygjur inn á lóðina frá Síðubraut verði ekki heimilar heldur eingöngu hægri beygjur inn og út af lóðinni og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Brynjólfur Ingvarsson situr hjá.

6.Gjaldskrár Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021120247Vakta málsnúmer

Umræða um gjaldskrár Akureyrarbæjar í tengslum við fjárhagsáætlun ársins 2023.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem lagði fram svofellda bókun:

Framlagðar hugmyndir og tillögur um almennar 10% hækkanir á gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 endurspegla ekki hugmyndir um að gæta sérstaklega hagsmuna barnafjölskyldna og tekjulágra hópa. Þó svo að horft sé til þess að grunngjald leikskóla standi í stað, þá hækkar fæðiskostnaðurinn og þar með heildarreikningur foreldra og forráðamanna. 10% hækkun á fæðisgjaldi í grunnskólum og vistun mun koma harðast niður á efnaminni fjölskyldum. Engar hugmyndir hafa komið fram sem miða að því að hlífa sérstaklega tekjulágum, öldruðum, öryrkjum eða einstæðum foreldrum við skörpum verðhækkunum. Að óbreyttu verður ótækt að samþykkja gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir árið 2023.

Í umræðum tóku einnig til máls Hulda Elma Eysteinsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Þá tók til máls Heimir Örn Árnason og lagði fram svofellda bókun:

Engar tillögur liggja fyrir um gjaldskrár enn sem komið er og því algjörlega ótímabært að taka afstöðu til þeirra. Öll útfærsla er eftir en mörg undanfarin ár hefur verið gengið út frá því að gjaldskrá fyrir mat í skólum endurspegli grunnkostnað og sama má segja um frístund. Fræðslu- og lýðheilsuráð mun útfæra leikskólagjöld með þeim hætti að um raunlækkun verði að ræða. Þá hefur velferðarsvið hafið vinnu við að greina umfang fátæktar á Akureyri og í framhaldinu verða lagðar fram tillögur um hvernig megi koma til móts við þá sem búa við bágust kjör.

Þá tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladótti og Heimir Örn Árnason.

7.Samgöngumál 2022

Málsnúmer 2022090487Vakta málsnúmer

Umræður um samgöngumál.

Málshefjandi var Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Þá tók til máls Gunnar Már Gunnarsson og lagði fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt geta flugsamgöngur innanlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flugstefnu Íslands. Í slíkri vinnu mætti m.a. horfa til fjárhagslegra hvata eða annars konar þrýstings til þess að tryggja áreiðanleika veittrar þjónustu.

Í umræðum tóku einnig til máls Gunnar Líndal Sigurðsson og Hilda Jana Gísladóttir.

Hilda Jana Gísladóttir óskar bókað:

Bæjarstjórn ætti að ræða sérstaklega við þingmenn NA kjördæmis í kjördæmaviku um hvort og þá hvaða valmöguleikar eru fyrir hendi til þess að auka líkur á tryggu innanlandsflugi milli landshluta til framtíðar.

Þá tók til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir.


Tillaga Gunnars Más Gunnarssonar var borin upp til atkvæða.

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt geta flugsamgöngur innanlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flugstefnu Íslands. Í slíkri vinnu mætti m.a. horfa til fjárhagslegra hvata eða annars konar þrýstings til þess að tryggja áreiðanleika veittrar þjónustu.

Tillagan var samþykt með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2022010392Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 1., 8. og 15. september 2022
Bæjarráð 15. september 2022
Fræðslu- og lýðheilsuráð 5. september 2022
Skipulagsráð 14. september 2022
Umhverfis- og mannvirkjaráð 6. september 2022

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:06.