Öldungaráð

14. fundur 03. maí 2021 kl. 09:00 - 10:05 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Hallgrímur Gíslason varafulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Hallgrímur Gíslason mætti í forföllum Sigríðar Stefánsdóttur.
Óskar Ingi Sigurðsson mætti í forföllum Arnrúnar Höllu Arnórsdóttur.

1.Heilsuvernd - rekstur Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2021041533Vakta málsnúmer

Teitur Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilsuverndar ehf. mætti á fundinn og gerði grein fyrir yfirtöku fyrirtækisins á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar.
Öldungaráð þakkar Teiti fyrir komuna á fundinn og veittar upplýsingar.

2.Heimaþjónusta

Málsnúmer 2020010597Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu fóru yfir tölulegar upplýsingar um heimaþjónustu Akureyrarbæjar á árinu 2020.
Öldungaráð þakkar Karólínu og Bergdísi fyrir greinargóðar upplýsingar.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tímalína fjárhagsáætlunar 2022.
Öldungaráð felur formanni, varaformanni og starfsmanni að undirbúa áhersluatriði ráðsins gagnvart fjárhagsáætlun fyrir fund með bæjarstjórn sem er fyrirhugaður þann 27. maí nk.

4.Stuðningur við aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

Málsnúmer 2021032007Vakta málsnúmer

Félagsmálaráðuneytið auglýsti eftir umsóknum vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021. Akureyrarbær sendi inn umsókn um tvö verkefni.

Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt innsenda umsókn og veitir styrk að upphæð kr. 4.532.200 vegna þessa verkefnis.

Öldungaráð fagnar þessu framlagi og leggur áherslu á að gott samstarf verði haft við Félag eldri borgara er varðar framboð af heilsueflandi tilboðum.

5.Ofbeldi gegn öldruðum á Íslandi

Málsnúmer 2021041491Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stefnumiðuð greiningarskýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn öldruðum á Íslandi, mars 2021.

Fundi slitið - kl. 10:05.