Bæjarráð

3730. fundur 10. júní 2021 kl. 08:15 - 12:03 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Stjórnsýslubreytingar 2021

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar ásamt skipuriti.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar ásamt skipuriti og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma fyrir fjárhagsáætlun 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

3.Fjárhagsáætlun 2022 - samráð öldungaráðs og bæjarráðs

Málsnúmer 2021051547Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs og þau verkefni sem lúta að þjónustu við aldraða.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Helgi Snæbjarnarson formaður öldungaráðs og Sigríður Stefánsdóttir varaformaður öldungaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar fulltrúum öldungaráðs fyrir komuna á fundinn.

4.Fjárhagsáætlun 2022 - samráð ungmennaráðs og bæjarráðs

Málsnúmer 2021051548Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs og þau verkefni sem lúta að þjónustu við ungmenni.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Telma Ósk Þórhallsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúar ungmennaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna á fundinn.

5.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2021

Málsnúmer 2021050655Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjögurra mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fundinn undir þessum lið.

6.Safnastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110087Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 9. júní 2021:

Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir safnastefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu safnastefnunnar og vísar henni til umsagnar öldungaráðs og ungmennaráðs.

7.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 17. maí 2021:

Útboðsgögn lögð fram til samþykktar.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 3. júní sl. og var sviðsstjóra samfélagssviðs, bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs þá falið að uppfæra gögnin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlögð útboðsgögn og að útboð á rekstrinum verði auglýst.

8.Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti

Málsnúmer 2021060431Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2021 frá forsætisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihópi forsætisráðuneytis og koma aðgerðaáætlun fyrir árin 2021-2025 til framkvæmdar.
Bæjarráð vísar erindinu til samfélagssviðs og fræðslusviðs.

9.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2021

Málsnúmer 2021020095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 31. maí 2021.

Fundi slitið - kl. 12:03.