Bæjarráð

3741. fundur 30. september 2021 kl. 08:15 - 13:57 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - 121 stjórnsýslusvið og fjársýslusvið

Málsnúmer 2020100124Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna þjónustu- og skipulagssviðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun, sem felur í sér millifærslu milli rekstrarliða en hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu aðalsjóðs. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna og leggja fram viðauka vegna málsins.

2.Sérstaka átakið 2021

Málsnúmer 2021030598Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2021 fyrir 102 1980 átaksverkefni.
Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun, sem felur í sér millifærslu milli rekstrarliða en hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu aðalsjóðs. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna og leggja fram viðauka vegna málsins.

3.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku í Lundarseli.
Bæjarráð staðfestir með fimm samhljóða atkvæðum niðurstöðu samtals um skipulag vinnutíma í Lundarseli með gildistíma frá 13. september 2021.

4.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2021

Málsnúmer 2021090936Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2021, móttekið 27. september 2021, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 6. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn verður í sal A-B sem er staðsettur á jarðhæð hótelsins og hefst kl. 16:00.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

5.Sala fasteigna 2021 - Vestursíða 36, íbúð 102

Málsnúmer 2021060671Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 24. september 2021:

Lögð fyrir ráðið sala á Vestursíðu 36 - íbúð 102.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir söluna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum.

6.SSNE - beiðni um styrk til að gera hagkvæmnimat fyrir líforkuver

Málsnúmer 2021020279Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2021 þar sem Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE óskar eftir því að Akureyrarbær leggi fram kr. 7.548.000 til hagkvæmnimats fyrir líforkuver sem um leið verður hlutafé Akureyrarbæjar í einkahlutafélagi um líforkuver.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 23. september sl. og var afgreiðslu þá frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Bæjarráð samþykkir að leggja kr. 7.548.000 til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Akureyrarbæjar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.

7.Hjúkrunarheimili - nýbygging

Málsnúmer 2018120188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. september 2021 þar sem Friðrik Ó Friðriksson f.h. Framkvæmdasýslunnar greinir frá því að verið sé að vinna í áætlunargerð fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri og ætlunin sé að boða til samráðsfundar fljótlega. Akureyrarbær á að eiga tvo fulltrúa í starfshópi vegna verkefnisins skv. samningi. Óskað er eftir að þeir verði tilnefndir.
Bæjarráð tilnefnir Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóra fjársýslusviðs sem fulltrúa Akureyrarbæjar í starfshópnum.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun með sviðsstjórum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði og Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Andri Teitsson bæjarfulltrúi sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir aðalsjóð, sameiginlegan kostnað, skipulagsmál, velferðarmál og æskulýðs- og íþróttamál.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir skipulagsmál, velferðarmál, æskulýðs- og íþróttamál og fræðslumál.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagsviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun skipulagssviðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri velferðarssviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun velferðarsviðs.

Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Pálína Dagný Guðnadóttir starfandi forstöðumaður sundlauga sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun æskulýðs- og íþróttamála.

Þorlákur Axel Jónsson varaformaður fræðsluráðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrar á fræðslusviði sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun fræðslumála.
Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 13:50.

Fundi slitið - kl. 13:57.