Bæjarstjórn

3509. fundur 12. apríl 2022 kl. 16:00 - 17:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.
Þórhallur Harðarson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

Forseti bauð Þórhall Harðarson velkominn á fyrsta fund hans í bæjarstjórn.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 - fyrri umræða

Málsnúmer 2021090476Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. apríl 2022:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021.

Davíð Búi Halldórsson endurskoðandi frá Enor ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristjana Hreiðarsdóttir aðalbókari, bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Þórhallur Jónsson og varabæjarfulltrúarnir Lára Halldóra Eiríksdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Þórhallur Harðarson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti ársreikninginn. Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Andri Teitsson, Þórhallur Harðarson, Halla Björk Reynisdóttir og Þórhallur Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarins fyrir árið 2021 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - viðauki

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 31. mars 2022:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 2 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Mannauðsstefna - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022020096Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 31. mars 2022:

Umfjöllun um tillögu að endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa mannauðsstefnunni með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Auk hennar tóku til máls Andri Teitsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða mannauðsstefnu með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Jafnlaunastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2020020479Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. apríl 2022:

Umfjöllun um tillögu að jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. febrúar sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir jafnlaunastefnu Akureyrbæjar og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Mannréttindastefna - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022011608Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. apríl 2022:

Kynnt tillaga að endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24. mars sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða mannréttindastefnu Akureyrarbæjar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða mannréttindastefnu með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Reglur Akureyrarbæjar um stofnframlög - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022030542Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. apríl 2022:

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um stofnframlög til byggingar leiguíbúða. Málið var áður á dagskrá ráðsins 17. mars sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið. Auk hans tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um stofnframlög með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Stofnana- og athafnasvæði við Súluveg - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2021061415Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. mars 2022:

Lögð fram tillaga AVH arkitekta ehf. að nýju deiliskipulagi fyrir stofnana- og athafnalóðir við Súluveg.

Kynningu deiliskipulagstillögu á vinnslustigi lauk þann 12. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fram lagða tillögu að deiliskipulagi með minniháttar lagfæringum í samráði við skipulagsfulltrúa og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir meirihluti skipulagsráðs að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut, Súluveg og Þingvallastræti varðandi legu göngustíga.

Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tóku einnig til máls Þórhallur Jónsson, Andri Teitsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Þórhallur Harðarson D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

8.Kjarnagata 55 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021120104Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. mars 2022:

Auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir Kjarnagötu 55-57 lauk þann 14. mars sl.

Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt undirskriftalista frá íbúum í Geirþrúðarhaga 1. Jafnframt eru lögð fram viðbrögð umsækjanda við athugasemdum auk tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda.

Óskar lóðarhafi eftir því að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir djúpgámum vestast á lóðinni sem felur í sér minniháttar stækkun á lóð.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjarnagötu 55-57 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingu er varðar stækkun á lóð vegna uppsetningar djúpgáma. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjarnagötu 55-57 með breytingu er varðar stækkun á lóð vegna uppsetningar djúpgáma. Jafnframt samþykkir meirihluti bæjarstjórnar fyrirliggjandi drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Andri Teitsson L-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

9.Geislagata 5 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020917Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. apríl 2022:

Erindi dagsett 21. mars 2022 þar sem Ásgeir Ásgeirsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um breytt deiliskipulag fyrir lóð nr. 5 við Geislagötu. Fyrirhugað er að breyta 1. hæð í aðstöðu fyrir þjónustu, útbúa íbúðir á efri hæðum og bæta við tveimur inndregnum hæðum. Meðfylgjandi er uppdráttur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en tillagan verður auglýst þarf að gera minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Andri Teitsson, Þórhallur Harðarson og Þórhallur Jónsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson L-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

10.Sveitarstjórnarkosningar 2022

Málsnúmer 2022030876Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 8. apríl 2022 frá Svavari Pálssyni sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna sveitarstjórnarkosninga.

Samkvæmt 69. gr. laga nr. 112/2021 er atkvæðagreiðsla utan kjörfundar heimil í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skuli sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra til að annast atkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn þarf því að óska eftir því við sýslumann að skipa kjörstjóra í Hrísey og Grímsey.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að óska eftir því við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra að skipa kjörstjóra í Hrísey og Grímsey vegna sveitarstjórnarkosninga 2022. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Önnu Maríu Sigvaldadóttur sem kjörstjóra í Grímsey og Guðrúnu J. Þorbjarnardóttur sem kjörstjóra í Hrísey.

11.Sjúkrahúsið á Akureyri - hlutverk og skyldur

Málsnúmer 2022042159Vakta málsnúmer

Umræða um hlutverk og skyldur Sjúkrahússins á Akureyri.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir og lagði hún fram tillögu að bókun. Í umræðum tóku til máls Þórhallur Harðarson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar telur óásættanlegt að grípa þurfi til umfangsmikils niðurskurðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, með þeim afleiðingum sem blasa við starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum þeirra. Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn og þingheim allan að grípa til tafarlausra úrbóta.

12.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2022010392Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 17., 24. og 31. mars 2022
Bæjarráð 17., 24. og 31. mars og 7. apríl 2022
Fræðslu- og lýðheilsuráð 21. mars og 4. apríl 2022
Skipulagsráð 23. mars og 6. apríl 2022
Umhverfis- og mannvirkjaráð 11. og 25. mars 2022
Velferðarráð 16. mars 2022

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:40.