Bæjarráð

3748. fundur 18. nóvember 2021 kl. 08:15 - 12:27 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Torfunefsbryggja - endurbygging

Málsnúmer 2019110172Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. um framlengingu á Torfunefsbryggju og afhendingu á eignarlóð.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum samning milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. með þeim breytingum sem lagðar voru fram á fundinum og gerðar hafa verið í samráði við stjórnendur Hafnasamlagsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Akureyrarbæjar.

2.Leiga á Skjaldarvík - leigusamningur og leigufjárhæðir 2020 og 2021

Málsnúmer 2020100133Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2021 frá forsvarsmönnum Concepts ehf. þar sem lagðar eru fram nokkrar fyrirspurnir um leigu og samningsmál varðandi Gistiheimilið í Skjaldarvík.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að mannvirki í eigu Akureyrarbæjar í Skjaldarvík, sem ekki eru í notkun undir starfsemi bæjarins, verði seld við lok núverandi leigusamninga um eignirnar. Er bæjarlögmanni, sviðsstjóra skipulagssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að taka saman gögn og upplýsingar um eignirnar, undirbúa sölu mannvirkjanna og gerð lóðasamninga um eignirnar í samvinnu við Hörgársveit. Jafnframt er sviðsstjóra fjársýslusviðs og bæjarstjóra falið að svara bréfriturum.

3.Háskólasvæði - Uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. nóvember 2021:

Erindi Hólmars Erlu Svanssonar dagsett 1. nóvember 2021, fyrir hönd Þekkingarvarðar ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að fá reit C á svæði Háskólans til deiliskipulags fyrir þekkingargarða. Meðfylgjandi er bréf Eyjólfs Guðmundssonar rektors Háskólans á Akureyri dagsett 3. nóvember 2021 þar sem staðfest er heimild Þekkingarvarðar ehf. til að sækja um svæðið til deiliskipulags.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim hluta erindisins sem varðar gatnagerðargjöld er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að afla frekari upplýsinga um málið.

4.Heilsuvernd - kauptilboð í Vestursíðu 9 og Austurbyggð 17

Málsnúmer 2021110752Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 15. nóvember 2021 frá Teiti Guðmundssyni f.h. óstofnaðs einkahlutafélags í eigu Heilsuverndar ehf. þar sem gert er kauptilboð í húseignirnar Vestursíðu 9 (Lögmannshlíð) og Austurbyggð 17 (Hlíð). Tilboðið gildir til 26. nóvember nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að setja húsnæði Hlíðar og Lögmannshlíðar í söluferli og óskar eftir aðkomu ríkisins að því ferli. Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við hlutaðeigandi ráðuneyti og bréfritara.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2021110771Vakta málsnúmer

Rætt um framtíðarmöguleika Iðnaðarsafnsins á Akureyri.

Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri mætti á fund ráðsins undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Haraldi komuna á fundinn og mun í tengslum við málið fjalla um safnastefnu og aðgerðaáætlun henni tengda á næsta fundi ráðsins.

7.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar um yfirfærslu Hlíðarfjallsvegar (Borgarbrautar) nr. 837-01, frá Hringvegi (1-p7) að Hlíðarbraut og Hlíðarfjallsvegi nr. 837-02, frá Borgarbraut að Rangárvöllum.

Einnig lögð fram fundargerð frá fundi fulltrúa Vegagerðarinnar og Akureyrarbæjar 27. október sl.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða málið við forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

8.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - endurskoðun

Málsnúmer 2021101496Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi SSNE þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og óskað eftir afstöðu Akureyrarbæjar til eftirfarandi:

a) að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári,

b) að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra,

c) að endurskoðunin verði fjármögnuð sem áhersluverkefni,

d) að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni kjósi þau það.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir, fyrir hönd Akureyrarbæjar, erindið eins og það er sett fram en leggur áherslu á markvissa samvinnu við sveitarfélögin þannig að við endurskoðunina nái áætlunin fram að ganga sem slík, en ekki aðeins sem stöðumat líkt og virðist hafa verið raunin með gildandi áætlun.

9.Stjórnsýslubreytingar 2021

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 12:17.

10.Öldungaráð - fundargerðir lagðar fyrir bæjarráð

Málsnúmer 2019050503Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir öldungaráðs dagsettar 27. september og 8. nóvember 2021.

Fundi slitið - kl. 12:27.