Bæjarráð

3784. fundur 20. október 2022 kl. 08:15 - 12:09 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Jönu Salome I. Jósepsdóttur.

1.Norðurorka - framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 2022100438Vakta málsnúmer

Eyþór Björnsson forstjóri Norðuorku og Stefán H. Steindórsson sviðsstjóri veitu- og tæknisviðs mættu á fundinn og kynntu framkvæmdaáætlun Norðurorku.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2022

Málsnúmer 2022042594Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar átta mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - viðauki

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 upp á kr. 43.700.000 vegna aukinna framlaga til NPA samninga og aukins launakostnaðar í leikskólum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Fjárhagsáætlun UMSA 2023 - gjaldskrá Hlíðarfjalls

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

5.Kjarnaskógur, Skógargata 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir þremur gróðurhúsum

Málsnúmer 2019060150Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. október 2022:

Lagt fram erindi Katrínar Ásgrímsdóttur dagsett 4. júlí 2022 f.h. Sólskóga þar sem sótt er um afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir nýtt aðstöðuhús eða að húsið fái sérlóð án kvaðar um að það verði fjarlægt við lok leigutíma.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð hafnar því að byggingin fái sérlóð. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Var meint vanhæfi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sunna vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð telur eðlilegt að verða við erindi um lækkun gatnagerðagjalda vegna hússins, sbr. heimild í grein 5.2. í gatnagerðargjaldskrá, enda er lóðin leigð til mjög takmarkaðra nota og takmarkaðs tíma og mannvirki sem á henni kunna að vera í lok leigutíma munu falla til bæjarins endurgjaldslaust eða fjarlægð á kostnað eiganda. Bæjarráð samþykkir að gefa 50% afslátt af gatnagerðargjaldi, enda verði sú kvöð á húsinu að það hýsi starfsemi í tengslum við rekstur gróðrarstöðvar.

6.Slökkvilið Akureyrar - beiðni um launað námsleyfi fyrir starfsmenn

Málsnúmer 2022090756Vakta málsnúmer

Kynnt erindi frá Ólafi Stefánssyni slökkviliðsstjóra dagsett 15. september 2022 um að tveimur starfsmönnum slökkviliðsins verði veitt launað námsleyfi til menntunar í bráðatækni.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. september og var afgreiðslu þess frestað.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni Slökkviliðs Akureyrar um heimild til að veita tveimur starfsmönnum SA 13 vikna launað námsleyfi vegna náms í bráðatækni. Greidd eru dagvinnulaun vegna 100% starfs á námstíma.

7.Betri vinnutími - Þrastarlundur

Málsnúmer 2021041144Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að framlengingu á tímabundnu samkomulagi við Einingu-Iðju til áramóta vegna innleiðingar á Betri vinnutíma í Þrastarlundi.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um framlengingu til 31. desember 2022 á tímabundnu samkomulagi við Einingu-Iðju vegna innleiðingar á Betri vinnutíma í Þrastarlundi.

8.Samþykkt fyrir ungmennaráð - tillaga að breytingum frá ungmennaráði júní 2022

Málsnúmer 2022090672Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. október 2022:

Lögð fyrir drög að samþykkt fyrir ungmennaráð Akureyrarbæjar en drögin voru unnin af ungmennaráði í júní 2022.

Karen Nóadóttir verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Vísað til bæjarráðs.

Karen Nóadóttir verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi í ungmennaráði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að ræða við nýtt ungmennaráð þegar það tekur til starfa.

9.Menningarsjóður Akureyrar - breytingar á samþykkt

Málsnúmer 2022100551Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingar á samþykkt um Menningarsjóð Akureyrar sem taka mið af breyttu stjórnkerfi. Jafnframt er lögð fram tillaga um breytingar á úthlutunar- og vinnureglum sjóðsins og nýjar verklagsreglur um sumarstyrki ungra listamanna.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt um Menningarsjóð Akureyrar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum er varða stjórnsýslubreytingar og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt samþykkir bæjarráð framlagðar tillögur að breytingum á úthlutunar- og vinnureglum sjóðsins sem og nýjar verklagsreglur um sumarstyrki ungra listamanna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og varða stjórnsýslubreytingar og áherslu á mannréttindi.

10.Starfslaun listamanna - breytingar á samþykkt

Málsnúmer 2022100552Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna sem taka mið af breyttu stjórnkerfi.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt um starfslaun listamanna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

11.Viðurkenningar Húsverndarsjóðs - breytingar á verklagsreglum

Málsnúmer 2022100553Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingar á verklagsreglum um veitingu viðurkenninga fyrir húsvernd og byggingalistaverðlaun Akureyrar. Tillögurnar taka mið af breytingum á stjórnkerfi bæjarins.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á verklagsreglum um veitingu viðurkenninga fyrir húsvernd og byggingalistaverðlaun Akureyrar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

12.Samtök orkusveitarfélaga

Málsnúmer 2022100367Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. október 2022 frá Jóhannesi Á. Jóhannessyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 11. nóvember nk. og bent á að ef Akureyrarbær vill ganga í samtökin skal senda erindi þess efnis til stjórnar samtakanna fyrir aðalfundinn.

13.Grímsey - áskorun frá útgerðarmönnum varðandi byggðakvóta

Málsnúmer 2022100449Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. október 2022 frá Vilhjálmi Ólafssyni f.h. útgerðarmanna í Grímsey þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að sækjast eftir því að aukið verði við almennan byggðakvóta í Grímsey.
Bæjarráð felur bæjarstjóra Ásthildi Sturludóttur að fylgja eftir áskorun útgerðarmanna vegna byggðakvóta.

14.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2022-

Málsnúmer 2022020919Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 39. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 24. september 2022. Fundurinn var jafnframt íbúafundur.
Bæjarráð vísar fundarliðum 4, 5, 6, 8 og 9 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og lið 7 til bæjarstjóra.

15.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010390Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 156. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 5. október 2022.
Bæjarráð vísar fundarliðum 3-4 til umhverfis og mannvirkjasviðs.

16.Frumvarp til laga um almannatryggingar, skerðing á lífeyri vegna búsetu, 44. mál

Málsnúmer 2022100533Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. október 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannatryggingar, skerðing á lífeyri vegna búsetu, 44. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0044.pdf

17.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál

Málsnúmer 2022100534Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. október 2022 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:

https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0009.pdf

18.Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir - mál nr.188 - 2022 í samráðsgátt

Málsnúmer 2022100345Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2022 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 188/2022 - "Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir". Umsagnarfrestur er til og með 21. október n.k. í samráðsgátt.

Fundi slitið - kl. 12:09.